Já. Það er rétt. QBasic fylgir Win95 og Win98.
Það slæma við að forrita í QBasic er notlega að þá ertu að forrita fyrir command prompt, og við skulum reyna að vera sammála um það að þetta er tuttugasta og fyrsta öldin. Command prompt í Windows er *dautt*. Dauðara en dautt, reyndar. Í UNIX eru til góðar ástæður fyrir command prompt viðmóti, en í Windows er það að mínu mati algerlega óafsakanlegt að vera eitthvað að asnast í command prompt áfram. Menn segja oft að það sé einfaldara að forrita í command prompt og það er alveg rétt, en það er líka einfaldara að sleppa því einfaldlega að forrita.
Ef þú ætlar í Basic, sem ég mæli STERKLEGA Á MÓTI, ferðu í Visual Basic. En auðvitað, sem skynsamur maður, ferðu ekkert í Visual Basic. Þú ferð í Delphi, eða hugsanlega Java.
QBasic er fyrir fávita, VBasic er fyrir fífl.
Bottom line: Basic er rusl og viðbjóður, og þú græðir ekkert á því að byrja þar. Láttu mig þekkja það, ég byrjaði 12 ára að forrita í HiSoft Basic fyrir Atari (sem reyndar var af þó nokkru viti), fór síðan í QBasic þegar ég lennti í PC-hörmungunum, en síðar meir í Visual Basic. Þegar ég fór í Delphi var það eins og að læra að forrita upp á nýtt. Síðan þá hef ég stúderað Perl, PHP, C++ og allskonar dótarí og allt hefur það verið mjög létt eftir að ég lærði mikið í Delphi. Slepptu Basic bara með öllu og farðu beint í alvöru forritunarmál.<BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is