Veit nú ekki með stýrikerfið sjálft, en ég held að stefnan með næstu kynslóð Office pakkans sé þessi. Og… það er að nokkru leiti sniðugt, öðru heimskulegt. Nenni þó ekki að pæla mikið í því.
Varðandi .NET… þá fellur það grýttan jarðveg hjá mér af sömu ástæðu og C#; þetta er of proprietory til þess að vekja minnsta áhuga hjá mér.
En…. með Mainframe og miðlæg kerfi, þá finnst mér að fólk hafi eiginlega gert of mikið úr því að losna frá þeim… ég aðhyllisti frekar fáum öflugum vélum til að keyra þjónustu, og nota þá einhverjar snilldar græjur, t.d. frá Cisco, fyrir load balancing og redundancy. Mér finnst fólk hafa gert of mikið í því að dreifa þjónustum á margar kraftminni vélar… því *yfirleitt* verður það flóknara og erfiðara og… leiðinlegra í rekstri.