Mjah, mesta hallærið við þetta er nú það að Microsoft leyfir ekkert hverjum sem er að þýða þetta. Apple (og ég tala nú ekki um Linux) hefur einmitt fengið ótrúlegustu þýðingar svo fljótt í gegnum tíðina, af þeirri einföldu ástæðu að umboðsaðilar út um allan heim geta séð um þýðinguna sjálfir.
Það, að það þurfi að díla eitthvað sérstaklega um þýðinguna við Microsoft er bara enn eitt markaðslega hryðjuverkið þeirra. Allir ættu að geta þetta, og þá hefði menntamálaráðuneytið kannski ekki þurft að punga út þessum milljónum fyrir eina, skitna, böggaða útgáfu af Windows sem mun aldrei uppfærast.
KDE í skólakerfið… veistu, nei. ;) Það er verið að kenna fólki á Office og svoleiðis. MacOS hefði þó verið betri möguleiki (enda virðast Mackar endast miklu betur heldur en PC vélar af nokkrum ástæðum), en þó hefði kostnaður við að breyta *öllu* *strax* yfir í MacOS auðvitað verið hlægilegur.
Annars sé ég nákvæmlega enga forsendu fyrir því að allt skólakerfið noti sama stýrikerfið. Ég tel þetta ekki skipta það miklu máli. Það sem er verið að kenna fólki í skóla á tölvur er meira eða minna nákvæmlega eins á Windows/MacOS/Linux/Whatever.
En svona klúður eins og Windows 98 á Íslensku, gerist nákvæmlega þegar jakkalakkar eru setnir í tæknimál. Það er bara gert EITTHVAÐ, og svo ekkert pælt í því meir.