Hvernig er með windows á íslensku ?
Ég hef verið að gera við tölvuna hjá tengdaforeldrum mínum annað slagið, bara smá lagfæringar, hún er orðin alveg ægilega slöpp þessa dagana og rétt nær að opna einföldustu hluti með herkjum. Hún mátti muna sinn fífil fegurri þegar hún bar með stolti windows 98 undir sínum 200 Megariðum og “Krassaði” bara af og til, en eftir að hún komst í kynni við Windows 98 á íslensku fór að halla undan fæti, smám saman fór allt að mora í “ólöglegum aðgerðum” og smám saman fór mig að gruna að þetta stýrikerfi væri gallagripur. Nú er ég fullviss um það og get ekki annað en furðað mig hvers vegna í ósköpunum það var verið að gefa fólki sem er ekki á sínum sterkasta velli í enskunni þær vonir að það gæti fengið þetta allt á íslensku, það er ekkert að þýðingunni sem slíkri fyrir utan asnaleg orð á stangli. Meira segja þegar komin er önnur útgáfa af þessum stýrikefris hrærigraut, er ekki einu sinni verið að hafa fyrir því að nútímafæra það til win xp kynslóðarinnar, nei enn er haldið fast í win 98 með öllum sínum göllum. svei.