Hvernig er það, eru menn enn skíthræddir við að þróa nýjar hugmyndir hérna? Það var töluverð gróska fyrir 2 árum síðan en nú er flest farið á hausinn, því miður. Ýmislegt er að gerjast út í heimi, farsímar og lófatölvur eru að renna saman, sjáið t.d. Ericson P800 og Nokia 7650, báðir komnir með alvöru stýrikerfi (Symbian) og hægt að forrita út og suður. Framleiðendur lófatölva eru líka að nálgast símana, nú er hægt að fá PalmOS tölvur með GSM/GPRS tengingu. Þannig að þessar ‘deildir’ munu að öllum líkindum renna saman í framtíðinni. Microsoft ætlar sér líka stóra hluti, þeir hafa komið með sér símaútgáfu af WinCE, og þegar eru komnir símar með þetta stýrikerfi.
Svona tæki bjóða upp á endalausa möguleika, og má sjá fyrir jafn mikla byltingu og þegar Internetið varð aðgengilegt almenningi. Nú þarf maður bara snjallar hugmyndir. Leikir, aðgangur að gagnagrunnum, kort, skilaboð og fleira og fleira. Text-to-speech/speech-to-text mun koma, kannski við fáum loksins Star Trek Comunicator (reyndar erum við fyrir löngu kominn með hann í formi farsíma).
Netverk er farið á hausinn, Landmark svarar ekki fyrirspurnum. Flest önnur halda sig í öruggum verkefnum (gamla góða bókhaldið svíkur ekki). Nú er búið að hreinsa til hérna, og fúskararnir farnir aftur í fiskinn, er ekki kominn tími til að tengja?
J.