Þar sem þó nokkur umræða hefur verið um málefni
stéttarfélagsins og lögverndunar fannst mér rétt
koma smá upplýsingum um hvort tveggja til skila.

Stéttarfélag tölvunarfræðinga er:
Varnarþing tölvunarfræðinga í deilumálum
Málsvari tölvunarfræðinga í atvinnumálum
Samstarfsvettvangur tölvunarfræðinga í kjaramálum


Félagið hóf starfsemi 11 nóvember 2000 eftir undirskrift um samstarfssamning við stéttarfélag verkfræðinga. Félögin reka sameiginlega skrifstofu sem hefur einn fastráðinn starfsmann og sér hann um daglegan rekstur félagsins, rekstur sjóða, aðstoð við félagsmenn ofl. Skrifstofa félagsins er opin frá 9:00 til 17:00.
Félagsmenn fá ókeypis lögfræðiaðstoð vegna ágreiningsmála við vinnuveitanda og 25% afslátt hjá lögfræðingum ST vegna persónulegra mála.
Félagsmönnum stendur til boða þáttaka í samningi um orlofsferðir innan- og utanlands, aðstoð félagsins og aðgangur að gögnum þess vegna launamála, aðstoð við ráðningu og ráðningasamninga og þáttaka í námskeiðum sem haldin eru í samráði við önnur stéttarfélög háskólamanna.
Stéttarfélagið rekur orlofssjóð fyrir félagsmenn sína og leigir út orlofshús og íbúðir í samvinnu með SV, greiður aðgangur hefur verið að orlofsshúsum og hafa allir fengið bústað sem hafa sótt um.
Félagsmenn ST geta greitt í sjúkrasjóð SV og fengið þar full réttindi. Sjúkrasjóður SV er mjög sterkur sjóður og gefur góðar sjúkratryggingar.
Samkvæmt lögum félagsins geta þeir einir orðið félagsmenn, sem lokið hafa viðurkenndu Háskólaprófi í Tölvunarfræði við íslenskan háskóla eða sambærilegu námi erlendis.
Árgjald félagsins er kr. 14.400 og greiðist í tvennu lagi eða mánaðarlega hjá vinnuveitanda. Hægt er að sækja um í ST með því að senda inn umsókn eða hringja í skrifstofu félagsins. Þeir félagsmenn sem stunda nám, eru atvinnulausir, eða eru af öðrum sökum tekjulausir, eru undanþegnir greiðslu árgjalds.

————————————————— —————

Stéttarfélag tölvunarfræðinga
Engjateig 9, 105 Reykjavík
netfang : st@sv.is
Sími : 568 9986.
Símbréf : 588 6309.

Skrifstofa félagsins er opin alla virka daga frá kl.9:00-17:00.
Utan skrifstofutíma er símsvari.

—————————————— ————————

Um löggildinguna er það að segja að FT er að vinna að henni
í samvinnu við stéttarfélag tölvunarfræðinga. Vinna við það
mál gengur vel og hafa báðir háskólarnir sem útskrifa
tölvunarfræðinga verið hjálpsamir við að aðstoða okkur.


Kveðja

Oddur Þór Þorkelsson
Formaður stéttarfélag tölvunarfræðinga