Ég lít bara þannig á að það þurfi ekki að ákveða launin mín fyrir mig, heldur vill ég ná samkomulagi um þau við vinnuveitanda minn. Einn helsti kostur þessa geira er nákvæmlega það að ekki sé búið að búa til einhverjar viðmiðunartölur eða samninga um kaup og kjör manna. Það þýðir að sá sem stendur sig vel, geti fengið hærri laun, og einnig að “startup fyrirtæki” (sem eru fjölmörg) geti borgað lægri laun en gengur og gerist, en bæti mönnum það upp með hlut í fyrirtækinu sjálfu, og öðrum hlunnindum.
S.s. í dag er þetta mjög sveigjanlegt og þægilegt í raun fyrir flesta. Það hallar kanski helst á hjá þeim sem eru algjörlega ómenntaðir, eða með littla/enga reynslu (ný útskrifaðir). Það er líka eðlilegt að ómenntað fólk sé ekki með hærri laun en meðal-verkamaður eða skrifstofublók, það bara vill þannig til að þegar uppsveifla var í þessum bransa þá voru borguð hærri laun en þurfti til þessa hóps, ástæðurnar liggja mun frekar í því að stjórnendur hafi viljað gera sínu fólki vel á meðan þeir gátu, og eins að halda í það, á meðan skortur væri á þessum vinnumarkaði.
Ég bendi á að viðmiðunartölur úr kjarasamningum annara stétta eru oftar en ekki lægri en það sem maður vill fá, t.d. læknar, unglæknar,hjúkkur, flugfreyjur, verkamenn og svo framvegis, svo ekki sé nú minnst á kennara.
Tilfellið er að fyrirtækjum henntar vel að greiða eftir kjarasamningum, því þeir eru oftar en ekki lægri en það sem annars hefði umsamist manna á milli. Ef þeir hefðu gert það, hefði launaskrið í þessum bransa aldrei orðið jafn mikið og raun bar vitni. Það kom sér að öllum líkindum vel fyrir þá sem störfuðu í bransanum, og jú sogaði inn fullt af fólki með enga menntun og littla sem enga reynslu, þeim til góða.
Ég bennti á að VR þjóni þeim tilgangi að vakta hagsmuni sinna félagsmanna, t.d. ef þeim er sagt upp, eða ef fyrirtæki fer á hausinn, koma þeir á svæðið, útvega lögfræðiþjónustu, og hjálpa.
Einnig leigja þeir út sumarbústaði, veita styrki til íþróttaiðkunar og margt margt fleirra.
Sjálfur er ég félagsmaður í VR, þó það hafi aldrei reynt á þjónustu þeirra þá geri ég ráð fyrir að það gæti komið að því fyrr eða síðar. Ég vill hinsvegar alls ekki að þeir semji um launin mín, því þar vill ég hafa alla möguleika opna.
gott í bili.
-carvel
ahem, Aðalmálið er s.s. þetta : þegar þessi atvinnugrein þroskast eins og hún hefur gert nú þegar, þá fækkar störfum í henni og minna menntaða og reynslu minna fólkið er látið detta út, þau fara þá bara og mála veggi eða múra gólf. Það er eðlileg þróun og þegar kemur að mér að fara út úr þessum bransa, þá dríf ég mig að halda áfram í skóla og reyna að auka verðmætin í mér á einhvernhátt, svo ég verði verðmætari starfsmaður fyrir vinnuveitanda minn.