Jó KaT! …grunnurinn úr HÍ er fínn (been there done that etc.) svo langt sem hann nær en hann nær ekki langt því að hvergi er farið mjög djúpt, og hvergi fær maður mikla æfingu í að beita því sem maður lærir. Ég veit þetta hljómar eflaust furðulega fyrir þig á meðan þú ert í náminu, og þér finnst vera farið frekar djúpt í allt, en það er það í raun ekki, ef við tökum t.d. áfanga eins og viðmótsforritun, eins og hann var þegar ég var í honum…þá snerust verkefnin flest um að teikna glugga í delphi, eða skrifa notendahandbækurnar fyrst (snorri agnars), held að forritin sem við skrifuðum hafi verið 3-4, öll einhverskonar dagbækur eða reiknivélar. Það var aldrei farið útí að útskýra öðruvísi viðmót eins og t.d. html viðmót eða aðra miðla, eins og t.d. smátölvur. Aðal atriðið var að handbókin væri slétt og feld, og helst skrifuð á undan svo það væri alveg á hreinu hvað hver aðgerð ætti að gera þegar forritið yrði skrifað. Svo þegar þessi hluti áfangans var búinn þá tóku við einhverjar sql æfingar á móti oracle og svo lærðum við 10 unix skipanir (allt í viðmótsforritunaráfanganum), smá awk forritun og síðan ekki söguna meir.
Semsagt í áfanga sem átti að kenna manni að smíða viðmót, var viðmótshönnun / aðgengishönnun og þessháttar voru í raun alveg látnar sitja á hakanum, auk þess sem að maður lærði vissulega ekki neitt um aðra clienta en venjulega windows-clienta.
Vonandi hefur þetta batnað síðan þá, en ég hef nánast sömu sögu að segja af vel flestum áföngum sem ég tók þarna áður en ég hætti.
Það voru kanski einna helst stærðfræðiáfangarnir sem skiluðu manni einhverju, og þá í raun helst þjálfun í að nota hausinn og skipuleggja tímann sinn til að ná að skila öllum heimadæmum og svoleiðis, og jú svo var gaman að sitja undir tuggunni um for og eftirskilyrðingar og fastayrðingar lykkja og gagna. ágætispælingar, en afhverju var okkur ekki kennt að unit-testa kóðan eða e-ð í þeim dúr líka.
Í mínum huga er þetta í raun svona, að þegar allt kemur til alls, þá er tölvunarfræðinám við háskólann fínn grunnur, þar er styklað á stóru í gegnum margt það helsta sem við kemur hugbúnaðargerð. Það er gert ágætlega en hvergi er kafað á dýptina að neinu ráði. Þannig að þegar þú ætlar að fara vinna í faginu er ansi ólíklegt að þessi menntun nýtist þér nema að mjög litlu leyti. Forritarar leitast alltaf við að sérhæfa sig í einhvejrum atriðum, t.d. er slatti til af fólki sem hefur sérhæft sig í gagnagrunns-forritun sérhverskonar (t.d. PLSQL,JSQL), og aðrir sem hafa sérhæft sig í forritun fyrir ýmis bókhaldskerfi.. svo ekki sé minnst á að það eru ekki nema lítill hluti tölvunarfræðinga að starfa við forritun, heldur er allskonar kerfis-umsjón, rekstur tölvukerfa, application servera, gagnagrunna og þessháttar líka á verkefnalistum þessa fólks.
Það er s.s. langt í frá að ekki þurfi til að koma þjálfun og sérhæfing þegar komið er út á vinnumarkaðinn.
Ég er ekki sammála því að flestir séu heví fljótir að komast inn í starfið sitt, það veltur allt á starfinu og manninum sem ráðinn er til að sinna því. Nám er eitt, vinna er annað, maður þarf að hafa áhuga en það er ekki nóg að hafa áhuga á tölvum, heldur verður maður að hafa áhuga á vinnunni sinni, og því sem hún snýst um.
Það á reyndar við um alla, en ekki bara þá sem hafa numið tölvunarfræði.
segiru ekki annars allt gott ?
- reynir.net