Sælir/ar

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort sé ekkert verið að spá í að lögvernda tölvunarfræðina ?
Nú eru að sjálfsögðu mikið af sjálfmenntuðu fólki í þessari grein og nú á tímum atvinnuleysis þá þarf mikið að segja upp fólki. Og mikill titringur kemur á vinnumarkaðinn.
Ómenntað fólk vill kannski þá fara í nám til þess að tryggja starfið, en er það nokkuð gert þegar engin lögverndun er til staðar ?
Er það eitthvað sem hægt er að gera ?
Hverjar eru forsendur þess að lögvernda starfsgreinar ?
Ég spyr bara því mér finnst að þessi umræða eigi að vakna.. kannski vitleysa.. kannski ekki.. :)

Kveðja