Datt bara að senda þetta inn í tilefni langlífis könnunarinnar hérna um Ungversku (e. Hungarian Notation). Einnig í ljósi þess að 54% svarenda segjast ekki einusinni vita hvað Ungverska er og önnur 17% segjast ekki nota hana.
Ungverska er í stuttumáli forritunarvenja/regla og segir til um nafnagiftir á breytum (e. variables). Höfundur Ungversku er sagður vera Charles Simonyi nokkur sem vann fyrr Microsoft, sem varpaði fram þeirri hugmynd að merkja allar breytur með forskeyti sem segði til um af hvaða tagi breytan væri. Það myndi ekki aðeins hjálpa forriturum við vinnu sýna, auðveldara að muna af hvaða tagi hver breyta er, heldur yrðu mun aðuveldara fyrir aðra að lesa og rekja sig í gegnum kóðan.
Samkvæmt Ungversku eru því allar int breytur með forskeytið ‘i’ (margir nota líka n), td. “iCounter” og strengja breytur með forskeytið ‘s’ eða ‘str’, td. “sText”. Ungverska nær líka líka yfir breytur sem eru tilvik af hlutum/klösum, td. “oItem” væri af taginu grunn taginu Object, “conToDatabase” væri tilvik af Connection, “chkSelection” væri af taginu CheckBox og “btnSubmit” væri af taginu Button.
Minnir einnig að það tilheyri Ungversku að bæta forskeytinu ‘m_’ við allar member breytur, td. “m_sUsername” member breyta í klasa.
Ungverskan er líka eins milli mismunandi forritunarmála þar sem flest hafa sambærilega ef ekki eins grunntög. Ungverska er líka almennt viðurkennd sem grunn forritunarregla og öllum sem læra forritun á háskólastigi (amk. á Íslandi) er gert að nota hana. Hún gerir kóðan þinn læsilegri og auðskiljanlegri. Og hún kemur í veg fyrir villur í forritun.
Td. “int Total = Price * Vat” myndi (líklega) skila villu (eða þá rangri útkomu) ef annað hvort ‘Price eða Vat’ væri af taginu Double (eða öðru tagi sem varpast ekki beint yfir í int). Ef breyturnar hétu hinsvegar ‘iTotal’, ‘dPrice’ og ‘dVat’ myndi forritarinn hinsvegar átta sig á því að hann þyrfti að breyta taginu á ‘iTotal’ eða varpa ‘dPrice * dVat’ yfir í int (með þar til gerðum föllum).
Að sleppa Ungversku er kannski allt í lagi ef maður er einn að skrifa lítinn kóða. En um leið og það eru tveir eða fleirri að vinna í sama kóðanum er hún orðin næstum nauðsynleg ef það á ekki að fara óþarflega mikill tími að rekja tögun á breytum sem aðrir bjuggu til.