Jæja,
Þá er loksins komið að því! Microsoft .NET frameworkið og nýji Visual Studio.NET pakkinn er tilbúinn! Allir geta downloadað .NET frameworkinu frá msdn.microsoft.com og MSDN áskrifendur geta sótt Visual Studio.NET þaðan :)
Þeir sem ekki vita hvað þetta er, þá í stuttu máli er .NET nýtt keyrsluumhverfi frá Microsoft. Eins og er keyrir þetta á Windows á bíður uppá managed umhverfi fyrir mörg forritunarmál, en einnig bíður .NET uppá glænýtt forritunarmál, C#, sem er nokkurskonar afsprengi C++ og Java.
Inní þessu er líka ASP.NET sem muna taka við af gamla ASP. ASP.NET bíður uppá þýddan kóða í keyrslu, alvöru hlutbundna forritun (erfðir t.d.) og MARGT fleira.
Allt sem keyrir undir .NET á það sameiginlegt að nýta sér “.NET frameworkið” sem er mjög stórt klasasafn sem muna taka við af hinum ýmsu APIum sem fólk hefur hingað til verið að forrita á móti, svo sem MFC, Windows 32 API (:P) o.flr. Og sem dæmi þá getur ASP.NET nýtt sér þetta allt.. t.d. er hægt að smíða Telnet client í ASP.NET, tja, eða myndvinnsluforrit :)
Allavega, ég vona að fólk muni kynna sér þetta vel þar sem um mikla framför og þægindi fyrir forritara er að ræða.
Einnig fyrir Linux fólk, þá er Ximian að vinna að .NET framework fyrir Linux og eru þeir komnir með sjálf-þýðandi C# þýðanda :)
Heimasíðan hjá því projecti er http://www.go-mono.com
ECMA er búið að staðla C# og .NET og má hver sem er skrifa þýðanda fyrir C# án þess að borga Microsoft neitt, þannig að ég held að þetta muni verða töluvert útbreytt mál.