fram yfir tímamörk?

Mjög áhugaverð spurning sem verið er að kasta hérna fram í skoðannakönnuninni. Persónulega finnst mér samt vanta einn virkilega stóran þátt þarna inn. Reynsluleysi.

Segja má að allir liðirnir séu upp að vissu marki réttir (nema sá um harðari verkefnastjórnun) en spurningin er afhverju?

Greining og hönnun ekki nógu nákvæm.
Þessi liður er einna mikilvægastur og í raun þarf að skipta honum alveg í tvennt. Ef greining er ekki nógu góð þá seinkar/klúðrast afgangurinn af verkefninu venjulega að einhverju leiti. En afhverju er þessi liður að klúðrast? Frekar einfalt svar að minni hálfu: Hópurinn sem greinir verkefnið hefur ekki nógu mikla kunnáttu á innviði fyrirtækis/umfangsefninu sem verkefnið á við OG þeir eru of reynslulitlir til að átta sig á því! Sérstaka tækni þarf til að draga þarfir til verkefnis fram og tekur sú vinna umtalsverðan tíma, og þá er ég ekki að tala í dögum eða vikum.
Hvað varðar hönnun á verkefni þá þarf hún ekki að vera svo mikill áhættuþáttur í verkefni EF þarfnagreining er rétt unnin og ekki þarf að splæsa/fixa/bæta þegar almenn forritunarvinna er hafinn/að ljúka. Mjög erfitt er að draga allar þarfir fram en það er líka spurning um hvort um aukaatriði eru að ræða eða hvort stóratriði fóru úrskeiðis við forritun/hönnun.

Menn í fleiri verkefnum.
Kemur fyrir að þetta tefji, því miður. Sjálfur er ég að vinna fast við tvö verkefni þar sem ég vinn en þau eiga samt margt sameiginlegt (sem betur fer).

Ekki nógu hörð verkefnisstjórnun.
Ekki nógu HÆF verkefnisstjórnun væri nær lagi. Vandamálið liggur í því að verkefnastjórar séu ekki nógu hæfir til að vinna vinnuna sína. Persónulega er ég á þeirri skoðun að verkefnisstjóri eigi að geta forritað og hannað en ekki bara skrifað tímaskýrslur og sagt þú gerir þetta.

Tími vanáætlaður í upphafi.
Ef fólk er ekki nógu reynslumikið til að geta unnið forvinnuna nógu vel til að nokkurn veginn geta fengið réttan tíma (Ég þekki dæmi um verkefni sem fór 15x fram úr tímaáætlun og var það einungis vanhæfni þeirra sem unnu það verkefni sem olli því.

Prófanir/prófanalýsingar ekki nógu góðar.
Fer eftir hvað er átt við hér…. Ef það er verið að tala um einingaprófanir þar sem hluti kerfisins er skrifað útí bæ (þá er nú talað um afhendingar eða kerfisprófanir) þá gæti ég keypt það að vissu marki, en annars hef ég ekki vitað til þess að eiginlegar prófanalýsingar hafi seinkað verkefni (nema þær hafi verið alltof góðar og fundið því alltof margar villur :)

Of stuttur vinnudagur.
Hva? það eru 30 tímar í mínum…

Annað?
Margt annað getur ollið seinkunum.

Vandamálið er að venjulega er ekki hægt að meta tíma sem fer í kerfi vel nema með virkilega vel unnri þarfagreiningu og til þess þarf einnig að fá reynslumikið fólk sem veit út á hvað Bisnessinn gengur og hvað þarf hugsanlega til. Alltof mikið er af því að fólki nýbúnnu úr skóla er hennt í verkefnastjórnun og val á tækni þó það hafi enga reynslu til að takast á við það. Að ‘mennta’ manneskju sem er ný út úr skóla tekur tíma og verður hún venjulega ekki afkastamikill starfskraftur fyrr en 6+ mánuðum upp í ár (fer eftir verkefnum/verkfærum/bisness). Þetta er ein af ástæðum fyrir því að þeir sem eru að kaupa vinnu af hugbúnaðarhúsum eru almennt komnir með ógeð á starfsgreininni okkar því þeir hafa verið lognir fullir af fólki sem, því miður, einfaldlega vissi ekki betur.

kv
Halldó