Mig langaði að fá álit ykkar forritara á þessu.

Þú ert með nokkrar hugmyndir af forritum til almennra nota [semsagt "home use"], og ákveður að stofna fyrirtæki, ráða nokkra forritara í vinnu.
Þú nálgast nokkra fjárfesta með hugmyndir þínar, og kynnir þær. Þeir eru allir ótrúlega hrifnir af þessari hugmynd, og telja að þessi forrit sem þú ert með á teikniborðinu eigi eftir að “slá í gegn”.

EN

Engin þeirra er tilbúin að fjárfesta í þessu. Nú af hverju. Jú vegna þess að eftir “taprekstur” í t.d. þessi 2-3 ár sem þarf í þróunarvinnu og þær milljónir sem munu fara í þá vinnu, kemur forritið á markað.
Jú það slær í gegn og þú býst við að það taki 2-3 ár fyrir batteríið að borga sig upp.

Eftir eitt ár af sölu, kemur nýtt Windows á markaðinn, sem inniheldur Microsoft forrit sem gerir nokkurn vegin það sama og þinn hugbúnaður. [jú ég er nokkuð mikið að vísa t.d. í winXP og þá "fylgihluti" stýrikerfsins sem í boði eru]

Af hverju á einhver að borga fyrir licence af þínum hugbúnaði, ef hann er með í nýja stýrikerfinu sem hann var að setja inn…


Ég er ekkert sérstaklega anti microsoft. Er t.d. mjög ánægður win2000 notandi, en langaði bara að fá álit ykkar á þessu?