Ákvað að skella inn nokkrum forritunar verkefnum/áskorunum til kickstarta þessu áhuga máli.
Sendi inn eina í einu; byrjum á einfaldri stærðfræði fyrst.

Annað hvort pósta ég lausn sem svar við greininni, eða ég sendi inn ‘tutorial’ sem grein.

Hér er fyrsta verkefnið(afsakið enskuslettur):

Þið eigið að taka jákvæða heila tölu og leggja saman tölur hennar í öðru veldi. Svo eigið þið að gera það aftur, og aftur, og svo framvegis.

Ef útkoman verður eitthverntímann 1, þá er talan sögð vera glöð. Ef hún verður aldrei 1, þá er talan sögð vera leið.

Dæmi:

4 -> 16 -> 37 -> 58 -> 89 -> 145 -> 42 -> 20 -> 40
Þetta heldur áfram endalaust, og útkoman verður aldrei 1. Þess vegna er 4 leið tala.

7 -> 49 -> 97 -> 130 -> 10 -> 1

7 -> 7 * 7 -> (9 * 9) + (7 * 7) -> (1 * 1) + (3 * 3) + (0 * 0) -> (1 * 1) + (0 * 0)

Eins og þið sjáið þá verður útkoman hjá 7 að einum, og þess vegna er 7 glöð tala.


Þið eigið að notfæra ykkur þessar upplýsingar og smíða forrit sem tekur heilar tölur(ein á hverri línu) og athugar hvort þær séu glaðar eða leiðar.

Forritið á að printa:

Case #n: a is happy
Case #n+1: b is not happy

a og b eru þá einhverjar tölur.

Ef þetta eru ekki nógu góðar upplýsingar, bara segja það.

Gangi ykkur vel.


(Eric W. Weisstein. “Happy Number.” From MathWorld–A Wolfram Web Resource. http://mathworld.wolfram.com/HappyNumber.html )