Basic forritun í C# - part 1 C# er einfalt og þæginlegt tungumál frá microsoft.

Ég ætla hér að sýna nokkur einföld dæmi í console.

Fyrir þá sem vita ekki hvernig maður forritar til að byrja með, þá verðið þið að sækja ykkur forrit.
Það er sótt hér: http://msdn.microsoft.com/vstudio/express/visualcsharp/download/default.aspx
(Það er ókeypis að registera)

Að Búa til nýtt skjal.

Þegar forritið er full uppsett farið þið í það og veljið File > New > project
Þar finnið þið Console Application, veljið það og smellið að lokum á OK

Þá eigið þið að hafa þetta fyrir framan ykkur:

using System;
using System.Collections.Generic;
using System.Text;
namespace Kennsla
{
    class Program
    {
        static void Main(string[] args)
        {
        }
    }
}

Helstu Data Types.

1. string Tekur inn texta
2. int Tekur inn heiltölur (…-3, -2, -1, 0, 1, 2, 3…)
3. double Tekur inn kommutölur (…-3.1 , 0.5 , 2.13…)
4. bool Tekur inn true/flalse
5. char Tekur inn eitt tákn

Hello World.

Nú skulum við gera Hello World, til þess þurfum við að skrifa eftirfarandi:

Console.WriteLine(“Hello World”);

Þetta setjum við svo inní main, þá lýtur forritið svona út:

 using System;
using System.Collections.Generic;
using System.Text;
namespace Kennsla
{
    class Program
    {
        static void Main(string[] args)
        {
            Console.WriteLine("Hello World");
        }
    }
}
Þegar þú skrifar Console ertu að sækja innbyggðan klasa í C#
Margir tóku eftir því að þegar þeir gerðu punktinn á eftir Console kom upp fullt af valmöguleikum.
Þetta er það sem Console klasinn býður uppá.

Þegar við skilgreinum texta setjum við hann ávalt í gæsalappir.
Svo er semíkomma alltaf sett á eftir (Shift + ,)

Við byrjum á því að “Builda” forritið, en það er villuleit. Build > Build Solution eða F6

Til að keyra síðan forritð förum við í Debug > Start without Debugging eða ýtum við á Ctrl + F5

Þá opnast console gluggi og innú honum stendur Hello World.

Console Klasinn.

Hlutir sem við notum í console klasanum eru:

ReadLine
WriteLine

Unnið með Data types.

Ef við erum með forrit sem spyr td. notandan af nafni þurfum við að búa til streng

string nafnNotanda;

Skrifum svo:

Console.WriteLine(“Hvað heitir þú?”);

Nú þurfum við að skilgreina hvar textinn sem notandinn skrifar fer inn.
Svo þurfum við að láta forritið vita að það eigi að bíða þar til notandinn ýtir á enter.

nafnNotanda = Console.ReadLine();

Þegar ReadLine er notað gerir forritið ekkert þar til notandinn hefur ýtt á enter.

Svo viljum við kanski heilsa notandanum, hægt er að gera það á tvo vegu:

1) Console.WriteLine(“Hæ ” + nafnNotanda);
Þarna skrifum við “Hæ” og bætum svo við strengum í endann.

2) Console.WriteLine(“Hæ {0}”, nafnNotanda);
Þarna segjum við “Hæ” og skilgreinum svo sæti strengsins sem við skilgreinum í endann.

Spyrjum nú um aldur notandans.
Þá notum við int, en það tekur inn heiltölur.

int aldurNotanda;

gott er að setja gagnatökin alltaf efst í forritin.

Svo höldum við áfram eins og áðan:

Console.WriteLine(“Hvað ert þú gamall/gömul?”);
aldurNotanda = Convert.ToInt32(Console.ReadLine());

Þar sem Console les bara inn texta, verð ég að breyta honum í int.
Ég nota vanalega Int32 en það tekur inn nokkra milljarða. Ykkur er svosem velkomið að nota int16 eða int 64.

Nú skrifum við út það sem við erum komin með.

1) Console.WriteLine(“Hæ ” + nafnNotanda + “, Þú ert ” + aldurNotanda + “ ára gamall/gömul”);
eða
2) Console.WriteLine(“Hæ {0}, Þú ert {1} ára gamall/gömul”, nafnNotanda, aldurNotanda);

Kosturinn við seinni aðferðina er að hún er nothæfar, þ.e.a.s. þú getur bætt inn gjaldeiri og/eða aukastöfum.

Þá lýtur fottirið loks svona út:

 using System;
using System.Collections.Generic;
using System.Text;
namespace Kennsla
{
    class Program
    {
        static void Main(string[] args)
        {
            string nafnNotanda;
            int aldurNotanda;
            Console.WriteLine("Hvað heitir þú?");
            nafnNotanda = Console.ReadLine();
            Console.WriteLine("Hæ {0}", nafnNotanda);
            Console.WriteLine("Hvað ert þú gamall/gömul?");
            aldurNotanda = Convert.ToInt32(Console.ReadLine());
            Console.WriteLine("Hæ {0}, Þú ert {1} ára gamall/gömul", nafnNotanda, aldurNotanda);
        }
    }
}