Íslensk hugbúanaðarfyrirtæki eru í flestum tilfellum frekar illa skipulögð og viðurkenndum verkferlum ekki fylgt nógu vel.

Örfá fyrirtæki (4 eða 5 minnir mig) eru gæðavottuð skv. ISO9001 staðlinum og vinnan snýst of oft um að skila vinnunni á réttum tíma og með sem minnstum tilkostnaði.

Þessi vinnubrögð virðast henta Íslendingum vel, enda flestir komnir af bændum og vertíðarfólki sem vann í skorpum og allt gert á síðustu stundu.

Gamlir frasar en því miður nokkuð til í þessu.

Það sem ég er að spá er hvernig unnið er í ykkar fyrirtæki.

Eru verkferli vel skilgreind og er farið eftir þeim?

Er búið að greina, hanna og rýna öll verk áður en sest er niður og byrjað að forrita?

Er frumgerðum hent þegar þeirra hlutverki er lokið?

Er farið reglulega yfir stöðu verkefnisins með öllum sem að verkinu koma?

Eru samdar prófanalýsingar, einingaprófað, kerfisprófað og viðtökuprófað?

Eru ákveðnum forritunarvenjum fylgt (rithætti, lýsing á falli, fyrir- og eftirskilyrði, fastayrðing lykkju) þar sem það á við.

Allt of mikið af spurningum en það væri gaman að fá að heyra hvernig hlutunum er háttað hjá ykkar fyrirtæki.

Ég hef komið að verkefnum hjá 3 fyrirtækjum, reyndar öllum undir sama eignarhaldsfélagi, og aðeins eitt þeirra er vottað. Öll eru fyrirtækin að reyna að fylgja verkskipulagi, en það er tekið léttar á hlutunum eftir því sem fyrirtækið er minna, og mér þykir lang best að vinna hjá fyrirtækinu sem er gæðavottað (og stærst) og allir hlutir eru á hreinu.

Hver er ykkar reynsla?

Massi