Nú er verið að útskrifa fyrstu nema sem klára 3ja ára BS nám í tölvunarfræði við HR.
Háskóli Íslands hefur verið með tölvunarfræðideild í langan tíma og eru áherslur þeirra víst nokkuð aðrar en áherslur í námi við HR.
Ég hef heyrt að nám í HR sé bara eitthvað snobb nám, að það vanti einhverja mikilvæga þætti í kennsluna. Ég hef þó lesið yfir námsskrá þeirra og líst nú alveg ágætlega á kennsluefnið.
En hvað segja atvinnurekendur? Hvort myndu þeir ráða starfsmann með próf frá HÍ eða HR??
Nú geri ég ráð fyrir að einhverjir hér á huga hafi gengið í gegnum nám frá þessum skólum. Hvað segið þið um þetta??? Hvoru náminu mynduð þið mæla með??? Persónulega hef ég mikinn áhuga á netinu og var að klára vefsíðubraut Margmiðlunarskólans þar sem við lærðum nokkuð í PHP, ASP og SQL… ég hefði því haldið að HR væri skóli fyrir mig til að fara og læra meiri forritun sem etv. tengist internetinu meira en námið í HÍ.
Endilega látið í ykkur heyra. Það eru efalaust fleiri sem eru að spá í það hvort betra sé að læra tölvunarfræði í HR eða HÍ