Ýmsir skólar, ríkisreknir og einkaskólar, eru að bjóða uppá mismunandi nám í Kerfisfræði og Tölvunarfræði.

NTV eru að bjóða uppá eins árs nám þar sem að maður útskrifast með tvö alþjóðleg próf, annars vegar Sun certified Java developer og hins vegar Certified Delphi programmer.

Rafiðnarskólinn er að bjóða uppá nýtt tveggja ára nám sem gefur manni MCSD (Microsoft Certified Software Developer) gráðu.

Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri eru að bjóða uppá þriggja ára nám sem gefur manni BS gráðu í Tölvunarfræðum og Háskólinn í Reykjavík er að bjóða uppá tveggja ára nám sem gefur manni BA gráðu og hægt er að taka eitt ár að auki til að öðlast BS gráðu.

Spurningarnar sem ég spyr eru : Er vit í að mennta sig á þessu sviði eða er best að vera sjálflærður og fikta sig áfram ?

Eru menntaðir forritarar með hærri tekjur en ómenntaðir ?

Ef það er vit í að mennta sig hvaða nám er þá viturlegast og er eitthvað vit í náminu sem einkaskólarnir eru að bjóða uppá (þ.e. Rafiðnarskólinn og NTV) ?

Ég held að með vaxandi framboði á forriturum fari vinnumarkaðurinn að setja meiri kröfur um menntun.

Einn í menntunarhugleiðingum.
@postle