Ég hef aldrei almennilega skilið einhvern móral gagnvart öðrum vistþýðendum (compilerum).
Mér finnst mjög ólíklegt að það hafi verið hætt að nota CodeWarrior í einhverjum skólum vegna þess að CodeWarrior er jú aðalumhverfið fyrir MacOS. CodeWarrior er mjög gott þróunarumhverfi, en er langt frá því að vera fullkomið… rétt eins og með öll önnur þróunarumhverfi.
Hinsvegar eru til á Windows mjög góð umhverfi eins og Visual C++ og Borland C++ Builder, sem eru mun auðveldari í notkun. Reyndar finnst mér skrýtið að það hafi verið hætt með CodeWarrior vegna þess að mér finnst einmitt líklega að CodeWarrior kenni þér hlutina miklu betur heldur en þessi myndrænu tól nokkurn tíma.
Ég er svoddan freak sjálfur hvað varðar stýrikerfi… þ.e.a.s., ég er harður Linux kall en held mikið upp á Mackann og hika ekki við að hoppa hæð mín af bræði þegar fólk fer að koma með fáfræði-sprungin komment um það prýðilega tól… en ég er ekki að kaupa það að fordómar gagnvart Mackanum hafi áhrif á val á þróunarumhverfi. CodeWarrior er einmitt til fyrir Windows líka, og að mér skilst, BeOS (og eflaust Linux, ég bara veit það ekki).
Ég ætla ekki að taka þátt í því að kalla einhver þróunarumhverfi nöfnum vegna þess að þetta skiptir svo hræðilega litlu máli. Þetta er C/C++ vistþýðandi. THAT'S IT. Hvaða merki þú notar hefur engin afgerandi áhrif á samhæfni við önnur kerfi, þar sem C/C++ er jú de facto mál í dag. Svo ég segi bara að ég trúi ekki á þessa umræðu. :) CodeWarrior eður ei, noti menn bara það sem þeim sýnist, það kemur öðrum svo innilega ekki neitt við… markaðsfræðilega eða whatever.