
Visual Basic 2005 Express
Visual C# 2005 Express
Visual C++ 2005 Express
Visual J# 2005 Express
Visual Web Dev 2005 Express
SQL Server 2005 Express
Þessar vörur verða helst ætlaðar eins-manns forriturum, nemendum, hobbýistum og fleirum í þá áttina. Þarna er um að ræða minni útgáfur af flestu því sem þarf til að forrita lítil eða meðalstór kerfi. Það sem er sérstaklega athyglisvert er að sjá að þarna er kominn SQL Server 2005 (sem gengur undir þróunarnafninu Yukon).
Ég held að það væri best fyrir fólk að sjá þetta sjálft. Og já, þið getið séð þetta sjálf því Beta útgáfurnar voru gefnar út fyrir almenning í dag :)
Þið getið nálgast þetta hérna:
http://lab.msdn.microsoft.com/express/
Ekki nóg með þetta heldur hafa Microsoft nú opnað vefsvæði þar sem almenningur getur fengið að senda inn villutilkynningar og óskir um viðbætur. Þessar óskir fara beint til þróunaraðilanna og er hægt að fylgjast ítarlega með framgangi málanna sem notendur leggja inn, bæði á vefsvæðinu og gegnum tölvupóst.
http://lab.msdn.microsoft.com/productf eedback/
Njótið.