Næsta haust verður byrjað að kenna tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri.<p>
Námið verður 3 ár og til BSc gráða í boði, námið mun staðsetja sig á milli HÍ og HíR, en þó öllu nær HÍ, þar sem meiri áhersla verður lögð á stærðfræðilegan- og faglegan grunn en praktíska kennslu í forritun og forritunartólum.<p>
Skorarformaður mun verða Mark O'Brien, breskur doktor í stærðfræði sem tekið hefur þátt í uppbyggingu deildar sem þessarrar í Nottingham og í dag eru þar um 1000 nemendur, sannkallaður hvalreki fyrir HA og vonandi fyrir íslenska “bransann” í heild.<p>
Markaðurinn má vel við 20 fleiri háskólamenntuðum tölvunarfræðingum á ári, og það er markmið þessarrar deildar að ná þeirri tölu útskrifaðra fljótlega.<p>
Ég vona að þessi tilraun takist vel hjá norðanmönnum og þar virðist vera að byggjast upp ákveðin “þekkingar-kommúna” enda nálægt 2.000 framhaldsskólanemar þar í 15.000 manna bæ auk nokkurra hundruða háskólanema.<p>
Massi