Þar sem ég hef svona stundað báða skólana..
HÍ og HíR eru svo sem sambærilegir, upp að vissu marki. Það er alveg rétt að HíR er miklu duglegri og fljótari að byrja að kenna nýtt efni og stendur sig vel að því leiti. Og nemendur þurfa að gera mun meira af forritunar verkefnum, sem mér finnst frekar gott. En, það er bara ekkert takmark HÍ. Í HÍ er ekki verið að fjöldaframleiða tölvunarfræðinga sem geta sest niður og byrjað að vinna um leið og þeir útskrifast (þó þeir geti það að sjálfsögðu) heldur að búa til tölvunarfræðinga sem skilja og geti haldið áfram að læra, byggt á þeim skilningi.
Til dæmis, í HíR er kennt VC++ og Java (og Delphi), í HÍ er kennt að forrita óháð forritunar málinu (þó það sé notað bæði C/C++ og Java við þá kennslu).
Hver er munurinn? Nemendur úr HÍ ‘ættu’ að hafa dýpri skilning á aðferðafræði forritunar og eiga auðveldara með að aðlagast að nýjum forritunarmálum. Nemendur úr HíR kunna á VC++ og Java og jafnvel miklu betur en nemendur úr HÍ.
Auðvita er hægt að deila endalaust um þetta, enda geta tveir einstaklingar sem útskrifast úr sitt hvorum skólanum verið jafn færir. Það eru bara öðruvísi áherslur í náminu, HÍ er fræðilegur, HíR er praktískur.
Annars vona ég bara að Tölvunarfræðiskor Háskólans á Akureyri gangi vel. Þó það sé einhver rígur á milli skóla og hver þykist vera betri en hinn, þá er ekkert nema gott að fá ‘nýtt blóð’ í fræðina.
Hmm… þetta verður langt bréf.
Fyrst af öllu þá er VC++ ekki forritunarmál heldur verkfæri til að forrita C++, en mig grunar að þú vitir það ;)
Ég skal játa að það var ekki lögð mikil áhersla á sönnur (fastyrðingar) forritunarkóða í námi hjá HÍR, hlutur sem farið er mjög vel í hjá HÍ (á fyrstu önn) en ekki get ég skilið hvað þú átt við með ‘dýpri’ skilning á aðferðarfræði forritunar þar sem til eru (ef ég man rétt) 4 tegundir: stefjuforritun, hlutbundin forritun, fallaforritun og rökforritun. Hvað varðar dýptina þá er farið vel í BNF skilgreiningar á málum sem falla undir hvern flokk og einnig er unnin þýðandi í faginu ‘Þýðendur’ og þar farið í uppbyggingu forritunarmála. Hvort hægt sé að fara mikið ‘dýpra’ í aðferðafræðina í almennri kennslu er ég ekki svo viss um. (Áframhald væri drög að master ritgerð)
Einnig er farið í uppbyggingu gagnagrunna (2 áfangar), netsamskipta, tölvugrafík og fleira.
Mikil áhersla er lögð á hlutbundna aðferðarfræði (að sjálfsögðu) og er mjög auðvelt að tileinka sér nýtt forritunarmál í sömu tegund forritunarmála ef maður kann eitt af því. C++ er mest ‘low-level’ hlutbunda forritunarmálið og er því mjög einfalt að yfirfæra hugsun og þekkingu af því forritunarmáli yfir á önnur forritunarmál í þeim flokki.
Vitandi að farið er vel yfir sömu hluti í HÍ þá myndi ég telja grunn tækniþekkingarinnar svipaðan. Hvað varðar aftur á móti kennslu með nýjustu tækni þá stendur HÍR framar.
Hvað varðar aftur á móti almennan stærðfræðilegan bakgrunn þá stendur HÍ framar. Einungis eru 2 áfangar af stærðfræði í náminu hjá HÍR, báðir Discrete Mathematic áfangar, en þeir dekka þá stærðfræði sem gerð er krafa um í BS gráðu Tölvunarfræði.
Sammála er ég að það sé ekkert nema gott að fá nýja Háskóla við kennslu með tölvufræðiskor (sem skila BS prófi) þar sem hinir 2 eru það þéttsettnir.
Hvað varðar ‘fjöldaframleiðslu’ tölvunarfræðinga þá er ég ekki viss hvað þú ert að meina. Ég get vitnað um það að tölvunarfræði námið í HÍR er svínslega erfitt og þegar ég byrjaði þá voru 120 sem komust inn en rétt 60 kláruðu 2 ár. Það að 50% detti út er ekki fjöldaframleiðsla.
kv
Halldó
0