Það kom mér á óvart staðan í skoðanakönnuninni “Hvaða forritunar nám ert þú búinn með?” (Forritunarnám er reyndar eitt orð)<p>
Þegar ég skoðaði niðurstöðuna voru 27% sem sögðust vera búnir með nokkur námskeið og vera að meika það feitt og 20% höfðu bara fiktað sig áfram og samt *ching*ching*. Aðeins 7% voru með háskólamenntun (og að gera það gott) svo mér er spurn, er svona hátt hlutfall forritara með litla menntun eða eru þeir sem svara að gera það gott í einhverju öðru og forrita bara með til gamans?<p>Nú er ég alls ekki að halda því fram að einungis háskólamenntaðir geti forritað af einhverju viti, en var að spá í hvort þessi hlutföll sem þarna koma fram séu góð fyrir hugbúnaðargerð þar sem hönnun, skipulag og fagleg vinnubrögð eru sennilega það sem háskólamenntaðir hafa fram yfir minna menntaða?<p>
Gaman væri að fá ykkar álit á þessarri skoðanakönnun og hvernig þið teljið stöðuna vera á “bransanum” í ljósi hennar.<br>
Massi