Sko… þetta er gömul og góð spurning. Henni hefur aldrei almennilega verið svarað, enda hef ég allavega ekki enn rekist á það að gerð sé einhver ítarleg könnun á málinu.
Ég vinn bæði með menntuðum og ómenntuðum forritari. Ég er ómenntaður sjálfur, en forritari að atvinnu, og tel mig bara hafa það mjög fínt. Ég sé aftur á móti ekki mynstur í því hver venji sig á faglegri vinnubrögð eftir því hvort þeir fóru í Háskóla eða ekki. Málið hérna er að þeir menntuðu eru mun reyndari forritarar, einfaldlega vegna þess að þeir eru eldri.
Mér finnst mjög gaman að líkja Háskólamenntuðum forriturum við netkort. Flestir kaupa 3Com netkort vegna þess að það er áreiðanlegt. Aftur á móti eru takmörk fyrir því hversu æðislegt eitt helvítis netkort getur verið, svo að 1.500 króna netkort getur mjög auðveldlega verið nákvæmlega jafn gott og 6.000 króna 3Com kort. En svo eru auðvitað til piece-of-shit netkort sem kosta 1.500 kall og er ekki hægt að treysta fyrir neinu, en þau netkort *eru* í minnihluta.
Mín reynsla er *ekki* sú að Háskólamenntun skipti máli þegar menn á annað borð kunna að forrita. Forritarar sem eru það vegna margra ára af áhuga eru búnir að kynna sér allan fjandann. Helsti munurinn er kannski að þeir þekkja ekki endilega orð undir öll vinnubrögð eða aðra tiltölulega tilgangslausa þekkingu, sem þeir aftur á móti bæta upp með öðrum kostum, til dæmis tilhneigingu til að vinna meira en þeir þurfa (sökum áhuga). Til dæmis hef ég vanið mig á það sem heitir víst “Ungverska aðferðin” í forritun, (sem er að nefna strengja breytur ‘sNafn’ og integer-breytur ‘iNumer’ frekar en bara ‘nafn’ og ‘numer’) í mörg ár, en það var ekki fyrr en á þessu ári sem ég frétti hvað þessi aðferð héti. Enda um að ræða algerlega tilgangslausan fróðleiksmola. Það er gott dæmi um það sem mér finnst áhugaforritarar líklegri til að venja sig á frekar en menntaðir… Ungverska aðferðin, sem og bara almenn smáatriði sem geta skipt gríðarlegu máli undir kringumstæðum sem menntaðir forritarar gera yfirleitt ekki ráð fyrir því að komi að… t.d. að einhver annar fari að krukka í kóðanum manns. Áhugaforritari finnst mér líklegri til að vilja þá hafa kóðann sinn skilvirkari og auðlesanlegri… á meðan menntuðum forritara er þannig séð hlandsama. Hann er líklegri til að gera ráð fyrir að næsti forritari sé jafn góður eða lélegur og hann sjálfur.
Að mínu mati er Háskólamenntun eitthvað eingöngu til að tryggja að forritari virkilega kunni að forrita, og venji sig almennt á skipulögð vinnubrögð. En sko… þá er ég samt ekki að tala um meira en að það eru svona 90% líkur á því að menntaður forritari venji sig á skipulögð vinnubrögð, en sirka 60-70% líkur á því að ómenntaður geri það. Og eftir aðeins örfá ár af reynslu myndi ég segja að hlutfallið væri komið upp í 90%, sem væru farnir að venja sig á skipulögð vinnubrögð.
Það sem mér hefur fundist áberandi við Háskólamenntaða menn almennt, er ákveðin þröngsýni. Ekki alger og truflandi þröngsýni, en full lítil ævintýraþrá. Þetta þarf ekki að vera *vegna þess* að þeir fóru í Háskóla, heldur gætu þeir hafa farið í Háskóla *vegna þess* að þeir hafa ekki einhvern svakalegan “losta” fyrir forritun eða tölvum.
Það kæmi mér á óvart ef meirihluti forritara væru Háskólamenntaðir. En ég segi bara fyrir mig… ég hef ekki lennt í vandræðum með mín 1.500 króna NE2000-samhæfðu netkort. :)
Þetta eru svona… pælingar. Ekki taka algert mark á neinni tölfræði eða fullyrðingum í þessu svari, því að ég get ekki, ætla ekki og nenni ekki að rökstyðja eitthvað upphátt hugs. :)