Elsku hugaforritarakrúttinn mín,
Dálítið hefur verið rætt hérna á hugi.is/forritun um að það vanti forritunarkeppni og því hef ég boðið mig fram til að halda eina slíka. Hérna ætla ég aðeins að segja frá henni án þess að gera nákvæmlega grein fyrir því um hvað hún snýst svo þið getið komið með einhver viðbrögð áður en hún hefst, sem er líklega á fimmtudaginn kl. 20:00.
Keppnin felst í því að búa til forrit (!), sem spilar borðspil. Forritið yrði síðan látið keppa við forritin sem aðrir keppendur gera, 1000 leiki í senn og það forrit sem oftast sigraði ynni síðan keppnina.
Keppnin á milli forritana gengur þannig fyrir sig að aðalforrit sem ég er búinn að skrifa keyrir upp forritin til skiptis og lætur þau leika þau einn leik í senn.
Samskpiti forritana fara þannig fram að aðalforritið keyrir upp forritið sem á leik með kennileiti (command-line argument / parameter) sem inniheldur stöðu leiksins. Forritið þarf að geta lesið úr þessum upplýsingum og skrifa í skrá þann leik sem það vill leika. Aðalforritið les svo leikinn úr skránni, leikur hann og keyrir síðan upp næsta forrit, o.s.frv.
Til að skila inn forriti og þar með skrá það í keppnina þarf að senda það á danni@ra.is (huganotandi: Popcorn). Þar af þarf að fylgja með kóði, win32 binary (.exe skrá) og nafn á notanotanda. Einnig þarf að vera stutt lýsing á því hvernig forritið er keyrt upp og vistþýtt.
Eins og málin standa núna er ég með forrit sem eru skrifuð í c, c++ og pascal. Ég er líka alveg viss um að öll vistþýdd forrit (.exe skrár) ættu að virka án neinna breytinga. Java forritum mætti fylgja .bat skrá til að keyra forritið upp. Við Popcorn erum að sjálfsögðu reiðubúnir að reyna að ráða fram úr þeim vandamálum sem koma upp.
Ef þið hafið áhuga á þessu eða hafið eitthvað til málanna að leggja endilega svarið þessari grein, eða sendið okkur póst eða skilaboð.
Aðalforritið, dæmi um keppnisforrit (sem inniheldur enga greind) og allt sem þið þurfið að vita verður sent inn á kóðasafnið á fimmtudaginn. Skilafrestur er óákveðinn, verður líklega eftir hálfan eða heilan mánuður (hvað finnst ykkur?).
endilega tjáið ykkur…