Ég reyni að vera eins stuttorður og ég get og vona að eithver þarna úti geti aðstoðað mig.
Ég er að forrita í Visual Basic og mín bíða tvö vandamál sem mér hefur ekki tekist að leysa:
1) Ég er að forrita valmynd, á valmyndinni eru tveir takkar, báðir takkarnir breyta Label stýringu (nota Caption skipunina) þannig að við fáum út “Fjárhagsdagbók” með öðrum takkanum og “Birgðardagbók” með hinum takkanum.
Síðan er notanda gert kleyft að ýta á þessa Label stýringu, og þar með á að birtast form, reyndar mismunandi eftir því hvort ritað er í Labelinn “Fjárhagsdagbók” eða “Birgðardagbók” ljóst er að ég þarf að koma skipuninni í breytu, eða í það mynsta nafn formsins sem á að opna í breytu og síðan þarf ég að nota innihald breytunnar sem hluta af Show method hvernig fer ég að því?
2) Annað vandamál mitt er að forritið sem ég er að smíða er það stórt að ljóst er að nafn á stýringum verða eins, t.a.m. í Sölubókhaldi og Innkaupabókhaldi eru stýringar alveg eins, það er eins og um speiglun á kerfum er að ræða. Til þess að geta notað sömu nöfnin á stýringar hefur mér verið tjáð að koma t.d. þessum tveimur forritunarhlutum í mismunandi klasa - og skýra klasana mismunandi nöfnum. En getur eithver sagt mér nákvæmlega skref fyir skref hvernig ég geri það?
Þangað til næst:
Sandri