Flestir hafa hingað til litið á PHP sem vefforritunarmál. Kannski mjög sniðugt og öflugt vefforritunarmál, en samt…bara fyrir vefforitun.
Sannleikurinn er hins vegar sá, að a.m.k. frá útgáfu 3 hefur pakkinn php-standalone verið til, hann fylgir t.d. með RedHat 7.
Í þessum pakka er binary fæll sem heitir bara “php” og fer í /usr/bin. Hann er parser, eins og perl, og notast eins. Með notkun þessa parsers er hægt að nota PHP í skeljarskriftur.
Þetta er trúlega sami parser og er notaður þegar PHP er notað sem CGI module, en ekki Apache module.
Það er hægt að gera flest ef ekki allt sem er hægt að gera með Perl með þessum parser, hann býður upp á $argv[] array og (að mig minnir) líka $argc breytuna til að höndla arguments sem forritið er keyrt með.
Eini munurinn á því að forrita skeljarskriftur með PHP, og því að gera vefsíður, er sá að maður sleppir því að setja HTML tög í kringum textann í output.
Skrifturnar koma svona:
#!/usr/bin/php -q
<?PHP
print(“Hello world\n”);
?>
Mín skoðun er sú að PHP sé jafnvel enn hentugra en Perl í skeljarforritun, vegna einfaldleika þess.
Svona að lokum vil ég benda á www.faviti.net/drykkir til að sjá dæmi um notkun PHP skeljarskriftu.