Halló, halló!

Náðuðiru því sem var í fyrsta kafla? Ágætt, þá hefst annar kafli:

Ég fékk ábendingu um það að vera ekki að koma með einhverja kóða sem þú ert ekkert að nota vegna þess að ég held að enginn sé að nota svona comilera á basic.

Jæja, nóg um það…

1. = (samasem) merkið er mikið notað. Það segir til um það hvað gerist eða hvað verður, t.d. button1.Enable = True gerir button1 jafnt og óvirkann eða ónothæfann. = kemur ef það á að skilgreina texta: textbox1.Text = “hér er texti fyrir aftan = merkið inni í gæsalöppum”

2. Nú skilgreini ég hvað nokkrir hlutir eru:

button: er takki þessi classíski Windows takki
textbox: er til þess að skrifa texta í
checkbox: kassalaga flötur sem hægt er að haka í
radiobutton: er næstum eins og checkbox nema það að það er hringlaga og ef radiobuttonar eru nokkrir í röð t.d. í skðanakönnun er bara hægt að vera með hakað í einn í einu en checkboxin eru notuð meira til stillinga eða svoleiðis, velja nokkra hluti af lista.
label: er miði eða svoleiðis, notandinn á forritinu getur ekki skrifað í hann annað en textbox, þó er hægt að stilla textbox þannig að það sé ReadOnly eða bara að lesa í properties glugganum.
Main menu: aðal valmynd þessi rönd sem er efst uppi, oftast File Edit View Tools Help osv.fr.
Picturebox: Myndagluggi. Þú getur sett myndir þarna inn. Í Visual Studio .NET er búið að sameina eiginleika Image og PictureBox í einn hlut (skildi ekki tilganginn í að hafa tvo mismunandi)
GroupBox: Svipaðir hlutir eru innan groupboxins eða eins og ég sagði áðan með radiobuttonana; í t.d. skoðanakönnun verða svarmöguleikarnir fyrir mismunandi spurningar að vera innan groupboxins. Dæmi Hver ertu? radiobutton1 er svar eitt: Ég. Radiobutton2 er svar tvö: Þú. Ef þú værir með fleiri radiobuttona í forminu þá verðuru að vera með þessa tvo möguleika innan groupboxins. Prófaðu bara og finndu fílinginn.
Listbox: Listi. Þegar þú smellir á mismunandi línur er sú lína sem þú valdir orðin blá og þá gerist eitthvað. Skipunin Select Case er notuð þá (fer í það seinna)
Tabcontrol: Velja mismunandi síður svokallaðar tab síður (tab pages) Dæmi um notkun tabcontrols er í properties á desktopnum, það er búið að setja mismunandi stillingar á hverja tab síðu.
Panel: Flötur til að vinna eitthvað sérstakt á. T.d. ef þú ert með eitthvað mikið af hlutum sem eiga allir að hverfa eða hvað, þá geturu í stað þess að skrifa .Visible = False fyrir alla hlutina sett þá alla á panel og skrifað Panel1.Visible = False þá hverfa þeir allir.
Timer: Tímastilling. Timer er stilltur á t.d. 5 sek. og eitthvað gerist eftir 5 sek eða á 5 sek t.d. að mynd færist frá einum stað til annars á 5 sek eða eftir 5 sek verður button1 enable = False
Combobox: Líkist textboxi mjög en er með ör sem vísar niður öðruhvoru megin (þú segir hvrot hún vinstra eða hægramegin) Þegar ýtt er á örina kemur fellivalmynd (listi) sem líkist ListBoxi.
DomainUpDown: Textbox með tveim örvum, önnur vísar upp en hin niður. Eins og bein þýðing á nafninu: svið eða orð upp og niður.
NumericUpDown: Er alveg eins og DomainUpDown nema það eru notaðar tölur í staðin fyrir orð. Numeric þýðir tölulegur eða talna.
ImageList: Myndalisti. Hægt er að nota hann fyrir toolbar eða tabcontrol. Dæmi: Í propertiesinu á TabControl1: Imagelist: ImageList1 sem segir að imagelist 1 sé notaður. Svo þegar er verið að búa til tabpages þá sést í propertiesinu á hverri síðu ImageList Index sem þýðir innihaldið á Imagelist, þ.e.a.s. myndirnar sem eru þar inni sem þú velur svo.
ContextMenu: heitir fellivalmyndin sem kemur þegar hægrismellt er.


Þetta voru svona helstu hlutirnir en það eru nokkrir tugir fleiri sem til eru. Þú getur bætt þeim inn með því að hægrismella á toolboxið og velja custom toolbox.

Þessar útskýringar eru svona einn af grunnunum í forritun almennt, kemur sér vel að vita hvað þessir hlutir eru í öllum forritunarmálum, C++, C#, BASIC osv.fr.

Næst kenni ég eitthvað skemmtilegt og kem með verkefni úr þessu.


Kveðja