Hvernig er með þetta unga fólk á íslandi í dag? Hefur engin(n) áhuga
á að gera einhverja alvöru, skemmtilega, krefjandi og spennandi
hluti?
Rétt'upp'hönd sem hefur smíðað sér textaritil, forritað irc-bot eða
eitthvað álíka skemmtilegt..?
Ég sjálfur hef mikinn áhuga á róbótafræðum .. reyndar starfa ég ekki
við þá iðju(því miður), en nógu nálægt til að ég geti sofnað á kvöldin.. ;)
Ég hef verið að spá því fyrir mér hvort ekki sé hægt að koma upp einhverju áhugamannafélagi um róbótasmíði- og forritun hérna á Íslandi.. Í slíkum félagsskap er ekki endilega fullt af tölvunördum sem kunna að forrita, heldur einnig einhverjir sem hafa gaman að eðlisfræði og mekaník(auðvitað er gott að vera ágætlega hæfur
á öllum sviðum).. Síðan mætti, ef áhugi er fyrir því, halda
einhvernsskonar keppni(ekki ósvipaða Hönnunarkeppni Vélaverkfræðinema við Háskóla Íslands)..? Þá er ég ekki að meina
þar sem menn eru með fjarstýringu og eru að láta einhverja fjarstýrða maskínu skemmileggja aðra maskínu .. það er eiginlega
bara pure-evil og slíkir gallagripir ættu ekki að fá að ganga
undir nafninu “róboóti”(e. robot).
Keppnir með þessu móti væri sennilegast sniðugast að halda í Rvk. og fá eitthvert fyrirtæki á bak við sig(Íhlutir? Miðbæjarradíó?)
og gera eitthvað skemmtilegt.. :) Jafnvel nýta tímann og reyna
að fá fyrirlesara einhvernsstaðar frá til að predika aðeins yfir
mönnum um hin ýmsustu málefni..
Sjálfur bý ég á Akureyri, en ég tel það ekki fyrirstöðu í að skreppa höfuðborgarinnar með nógu löngu millibili til að gera
eitthvað skemmtilegt..
Áhugasamir endilega látið mig vita(bofh@simnet.is)
Ég læt þessar tvær vefslóðir fylgja með fyrir þá sem langar að
skoða hvað um ræðir:
Samansafn af heimagerðum róbótum; myndir og lýsingar:
http://www.robotics.com/robomenu/
Róbótak lúbbur í Dallas, USA:
http://www.dprg.org