Bendar í C++ eru án efa eitt af því mikilvægasta til að ná góðum tökum á málinu. Hérna kemur smá kynning (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál)
Þegar breyta(variable) er skilgreind tekur forritið frá pláss í minninu og úthlutar þessari breytu.
T.d. int count; //tekur frá pláss í minni fyrir eina integer-breytu.
Við getum sagt að minnishólfið fái nafn breytunnar og heiti þar með count.
Bendir inniheldur á hinn bóginn staðsetningu minnishólfs (=vistfang breytunnar), þ.e. þegar við segjum:
int *p;
þá býr forritið til bendi sem innheldur vistfang á integer-breytu.
Bendar eru búnir til með því að setja stjörnu fyrir framan nafnið á breytunni.
Til að láta bendinn síðan benda á einhverja breytu sem inniheldur eitthvað er hægt að gera svona;
int tala = 15; //venjuleg breyta
int *p; //bendir
til að segja bendinum að benda á breytuna ‘tala’:
p = &tala;
& er kallað “dereferencing operator” og er notað til að gefa vistfang breytunnar.
Bendirinn ‘p’ inniheldur núna vistfangið á breytunni ‘tala’.
Til að fá fram gildið á því sem ‘p’ bendir á notum við:
cout << *p;
hérna myndi 15 skrifast á skjáinn, þ.e. innihald breytunnar sem ‘p’ bendir á.
ég læt þetta næga í bili, vonandi kemur eitthvað meira um benda seinna………..