Mig langar að byrja á að segja að ég var einstaklega ánægður með delphi 6 og finnst það vera vel heppnað í flesta staði.
Borland kynnir nú með delphi 7 .Net , Rave Reports, Intra Web componentarnir, support f. win Xp themes, endurbætt snap dót (biz, web, ofl) og með því mun betri XML integration, þeir eru líka eitthvað búnir að bæta debuggerinn (gat hann verið betri?) og endalaust fleiri litlir hlutir.
Borland hefur alltaf verið með frábæran “afturábak” stuðning við eldri delphi-a en núna með delphi 7 virðist sem ég eigi í erfiðleikum með að opna delphi6 forrit, tek sérstaklega eftir því með alla gagnagrunnscomponenta.
Ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessari grein, en allavega þegar upp er staðið er það í raun aðallega Rave Report dótið sem ég er hrifinn af (QReport gamla var DRASL ;) og einnig Intra Web Componentarnir, með þeim geturu búið til hefðbundið delphi forrit og outputtið verður HTML form. (hÚn útbýr bara javascript kóða (mjög sniðugt)). Ég er ekkert voðalega mikið að missa vatn yfir þessu .net dóti hjá þeim, kannski sniðugt ef maður ætlaði ekki að fara í stór .net verkefni (þá inni maður þau frekar í .net studio).
Allavega Delphi 7: snilld, en ekki mjög stabílt. Ef mikið lyggur í húfi er ekki sniðugt að fara með mikilvæg verkefni út d6 í d7.
Svo getur vel verið að þið séuð ósammála, en þessvegna er hægt að pósta…
kveðja,
Arnór Heiða
________________________________