Komiði sælir notendur formúla1 áhugamálsins.
Ég hef ákveðið að draga mig í hlé hér sem stjórnandi á þessu áhugamáli sökum minnkandi áhuga á sportinu sjálfu. Þó kanski ekki sportinu sjálfu því ég er mjög hrifinn af keppninni sjálfri, heldur má skrifa þetta á peningagræðgi stjórnenda sportsins og reglubreytingum sem eiga að lokum eftir að ríða þessu að fullu.
Ég varla horfi á keppni orðið og áhuginn fyrir því að horfa á og hlusta á íslensku lýsendurna er sá sami og enginn.
Einnig hef ég ekki verið virkur hér inni í þónokkurn tíma og mér finns það ekki sanngjarnt að ég taki pláss hér sem stjórnandi og gefi ekkert af mér í staðinn.
Því langar mig einnig til að auglýsa eftir nýjum stjórnanda hér á þetta áhugamál í minn stað, og ég tek fram að þetta er ekki karla starf. Stelpur endilega sækið um, það væri spennandi að sjá breytingar hér inni með nýjum stjórnanda og ekki leiðinlegra að hafa hann af hinu kyninu til að vega aðeins upp á móti :)
Með þökk um farsælt samstarf í gegnum árin á hugi.is/formula1,
Aiwa
P.S Ég er þó ekki hættur hérna inni og þið eigið eflaust eftir að fá svar frá mér í einhverjum þráðum og greinum.