Ég og meðstjórnandi minn Judex erum að vinna í nokkrum greinum um komandi tímabil, þar sem flestir hlutir eru að komast á hreint, eins og mótaskrá, reglubreytingar, stigagjöf, og fleira.
Við hvetjum eindregið til þess að Formúlu 1 áhugamenn á Huga stytti sér biðina eftir fyrsta mótinu (og jólunum) með því að skrifa nú helst minnst eina grein um áhugamálið.
Hér fyrir neðan eru nokkrar tillögur um efni í greinar:
* Mótaskrá ársins 2010 og yfirlit um hvert mót.
* Ökumenn ársins 2010 (reyndar ekki allt komið á hreint í þeim málum, væri betra að bíða eftir að búið er að staðfesta sem flesta).
* Bílasmiðir ársins 2010.
* Jenson Button
* Brawn GP
* Reglubreytingar 2010.
Fleira efni kemur að sjálfsögðu til greina, eins og um gamlar kempur í F1, horfnar brautir, eða það sem getur tengst áhugamálinu.
Bestu kveðjur, STH86 og Judex.