Þá er komið að enn einu formúluárinu og tæpar þrjár vikur í fyrstu keppni ársins, sem er að venju haldin í Melbourne í Ástralíu. Framundan er spennandi tímabil þar sem forvitnilegt verður að sjá hvernig reglugerðabreytingarnar sem taka gildi í ár munu spila inn í áætlun liðanna. Þær verða þó ekkert ræddar hér.
Í ár mun verða starfræktur spáleikur líkt og mörg undanfarin ár, en í nýjum höndum að þessu sinni þar sem Mendel og loevly hafa tekið að sér umsjón spáleiksins í ár og verður gaman að sjá hvernig spáleikurinn verður í þeirra höndum.
Ég hef lokið við að uppfæra listann yfir ökuþóra og keppnislið fyrir árið í ár og má sjá listann hægra megin á forsíðu áhugamálsins, en þó á eftir að uppfæra myndalistann af bílum keppnisliðanna, en það kemur síðar.
Að lokum vil ég óska okkur öllum skemmtilegs og spennandi tímabils og ég vona að þið takið þátt í umræðu um keppnir og atvik í ár.
Bestu formúlukveðjur,
Andri V.
Kveðja,