Í byrjun verð ég að biðjast afsökunar á því hversu lítið hefur verið gert af okkar stjórnenda hálfu síðan síðasta tímabil klárðist. Það mun vonandi verða breyting þar á núna á nýju ári.
Nokkrar breytingar hafa orðið á stjórnendahópnum og stöndum við, ég og Aiwa, tveir eftir núna eins og er. Hvort frekari breytingar séu framundan í stjórnendahópnum kemur í ljós seinna.
En eins og staðan er í dag, hef ég verið að fara í gegnum áhugamálið, uppfæra keppnisdagatalið smátt og smátt og vonandi verður því lokið sem fyrst. Listi yfir þá ökuþóra sem hafa verið staðfestir er kominn upp, sem og listi yfir keppnisliðin í ár.
En að aðalefni þessarar tilkynningar.
Loksins komu þessar blessuðu tölur út aftur núna í lok síðasta árs, en sökum álags hef ég ekki komist í að fara yfir þær fyrr en núna.
Ég hef tekið saman þær tölur sem birtust fyrir síðustu 3 mánuði og síðasta ár í heild, auk þess að glugga í tölurnar fyrir árin 2006 og 2005. Ég fór ekki í neinar sætatalningar, enda er oft ómögulegt að bera áhugamál saman út frá flettingum einum og sér.
Þess vegna hef ég kosið að nálgast tölurnar að þessu sinni eingöngu út frá flettingum og hlutfalli af heildinni.
Staða /formula1 síðustu þrjá mánuðina er eftirfarandi:
Október 2007
3921 fletting, 0,08% af heild
Nóvember 2007
2309 flettingar, 0,05% af heild
Desember 2007
1815 flettingar, 0,04% af heild
Heildarflettingar árið 2007 voru 67814 sem voru 0,11% af heildarflettingum á hugi.is.
Það kemur ekki á óvart að flettingum snarfækkar í nóvember og desember, enda lítið um að vera í formúlunni á þessum tíma og fáir sem liggja yfir íþróttinni (svo ég tali nú ekki um prófatíma í skólunum á sama tíma).
En aðsókn að /formula1 er mun lakari árið 2007 heldur en árið á undan, sem hefur væntanlega verið metár í sögu /formula1 (sem er þó ekki löng), en það ár voru flettingarnar 100886 sem voru 0,18% af heildarflettingum. Aðsóknin er þó betri heldur en árið 2005, þegar flettingar voru 57448 (0,09% af heild).
Það er von mín að okkur takist í sameiningu, stjórnendum og notendum, að auka aðsókn að /formula1 og virkja áhugamálið :)
Eins og áður eru greinar alltaf velkomnar, eins og kannanir og myndir (minni þó á myndareglur /formula1).
Með bestu kveðjum og von um spennandi formúluár,
Andrivig
Kveðja,