Mörgum til mikillar ánægju höfum við ákveðið að opna myndakubbinn að nýju. Þó neyðumst við til að ritskoða enn frekar þær myndir sem koma inn vegna reglna um höfundarrétt. Ég veit að mörgum notendum áhugamálsins fannst reglurnar sem tóku gildi fyrir áramót ansi strangar.
Að tillögu m.a. vefstjóra höfum við ákveðið að taka upp þrjár nýjar reglur í reglubankann hjá okkur.
* Hér eftir má ekki lengur birta myndir sem verndaðar eru höfundarétti. Ekki verða lengur samþykktar myndir sem merktar eru vef eða einstaklingi.
* Miða skal við að myndirnar séu myndefni sem eðlilegt telst að nota til frétta eða kynningar.
* Notkun lógóa sem að tengjast vörumerki Formúlu 1 eru nú bönnuð [hér er verið að ræða um þau lógó sem ég hef asnast til að nota við greinarnar mínar um Formúlu 1 að undanförnu, en slíkt telst ólöglegt].
Ég vona að við getum lært að lifa við þetta svona. Eins og margir vita nú orðið þá var gerð athugasemd við notkun höfundarréttarverndaðra Formúlu 1 lógóa og YouTube myndbanda sem höfðu verið í gagni fram að þessu.
Varðandi YouTube myndböndin, þá mun myndbandakubburinn vinsæli því miður ekki snúa aftur. Að auki munum við stjórnendur ekki lengur mæla með notkun hinna sívinsælu YouTube myndbanda, aðallega vegna höfundarréttarlaga.