Þá telst bónuskerfið hafa sannað sig, amk hjá þeim sem passa sig á því að skila spánum í tíma til að fá bónusinn :)
En framundan um næstu helgi er vonandi spennandi og skemmtilegur kappakstur í Frakklandi á Magny-Cours brautinni þar sem gamli refurinn Michael Schumacher sigraði í fyrra. Það verður því forvitnilegt að sjá hverjir munu slást um sigurinn í Frakklandi, hvort ungstirnið Hamilton haldi sigurgöngu sinni áfram eða hvort Ferrarimönnum takist loksins að skáka McLaren, eftir að hafa orðið að lúta í lægra gras fyrir þeim í síðustu þremur keppnum.
Munið, spá fyrir keppnina fer sem svar á þessa grein :)
Kveðja,