Nokkrar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi spáleiksins og er bónuskerfi komið til sögunnar auk þess að lokaskilafrestur hefur verið framlengdur þangað til tímataka hverrar keppnishelgar hefst.
Ef spá er skilað inn fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldi, fæst bónus fyrir þá spá. Athuga skal að til að fá bónus fyrir báðar spár (þ.e. bæði fyrir tímatökuspá og keppnisspá) verður að skila þeim báðum inn fyrir miðnætti á fimmtudegi, sé spá skilað inn eftir miðnætti á fimmtudagskvöldi en fyrir upphaf tímatöku á laugardegi, fæst ekki bónus.
Bónusinn virkar þannig að áunnin stig fyrir viðkomandi spá eru margfölduð með 1,5 og svo er einu auka bónusstigi bætt við.
Dæmi 1
Fyrir spá vinnast 5 stig.
5 * 1,5 = 7,5 ~8 (stig verða rúnnuð upp)
Aukastig: 8 + 1 = 9
Dæmi 2
Fyrir spá vinnast 10 stig.
10 * 1,5 = 15
Aukastig: 15 + 1 = 16
Dæmi 3
Fyrir spá fást 0 stig.
Margföldunarstuðull gildir því ekki en aukastigið kemur inn og fær viðkomandi því 1 stig engu að síður, fyrir að skila spánni inn fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldi.
Nú gildir að spá snemma til að njóta bónussins.
Kveðja,