Jæja, þá er Formúla 1 trivian snúin aftur.
Að þessu sinni er það Galbatorix sem semur triviuna, með smá lagfæringum frá Ultravox. Honum er þakkað fyrir það.
TRIVIA 2
Opnað var fyrir triviuna þann 18. mars 2007. Lokað verður fyrir triviuna þriðjudagskvöldið 17. apríl 2007 kl. 22:00. Svör við triviunni skal senda til Ultravox [linkur].
20 stig eru í pottinum.
—
1. Hvað heitir brautin sem keppt er á í Montréal í Kanada? (1 stig)
2. Hvaða lið keypti Alain Prost í ársbyrjun 1997 og gerði að Prost Grand Prix liðinu? (0,5 stig)
3. Hvaða fimm núverandi ökumenn hófu F1 feril sinn hjá Minardi? (0,5 stig fyrir hvern, alls 2,5 stig)
4. Eins og margir vita, þá varð 14 bíla árekstur á 1. hring í belgíska kappakstrinum á Spa árið 1998, sem varð til þess að keppnin var endurræst. Enginn slasaðist þó í þessum stærsta hópárekstri Formúlunnar fyrr og síðar, nema 1 ökumaður.
Nú er spurt, hver var svo óheppinn að slasa sig, og hvar slasaði hann sig? (1,5 stig fyrir hvort, alls 3 stig).
5. Spurt er um ökumann.
Ökumaður þessi hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 1989 með Benetton, þar sem hann ók fyrri hluta tímabilsins, en var látinn fara frá liðinu. Seinna sama ár keppti hann 2 keppnir fyrir Tyrrell liðið. Hann hóf akstur fyrir Lotus liðið í árslok 1990 og keyrði meira og minna fyrir liðið fram yfir mitt keppnistímabil árið 1994. Hann tók að sér að keyra eina keppni fyrir Ligier árið 1994, en gekk síðan til liðs við Benetton, og var þar út árið. 1995 var hann áfram hjá Benetton og náði þar sínum besta árangri fyrr og síðar, 4. sæti í stigakeppni ökumanna og náði 4 sinnum á verðlaunapall, þar 2var með sigri. Þrátt fyrir ágætan árangur létu Benetton hann fara, og keyrði þessi ökumaður næstu 3 tímabil (1996-98) fyrir Sauber án teljandi árangurs, 1 sinni á verðlaunapall á hverju tímabili. 1999 hóf hann akstur fyrir lið Jackie Stewart, en ekki var mikill árangur af þeirri samvinnu, með þeirri undantekningu þó að þessi ökumaður vann mikla sviptingakeppni í lok ársins og vann eina sigur liðsins, sem Stewart hafði þegar selt til Ford bílaframleiðandans og varð að Jaguar liðinu. Þessi ökumaður fylgdi yfir til Jaguar liðsins árið 2000 og keppti þar sína seinustu keppnistíð, án stiga, frægur fyrir að hafa endað sína seinustu keppni með harkalegum útafakstri.
Hver er ökumaðurinn? (2 stig)
6. Nefnið þá feðga sem keppt hafa í Formúlu 1 (1 stig fyrir hverja feðga, alls 6 stig).
7. Spurt er um kappakstur.
Fyrir margra hluta sakir var þessi keppni nokkuð merkileg, aðallega sem rigningarkeppni. Margir bílar féllu úr leik, m.a. báðir Ferrari bílarnir, en slíkt hafði ekki gerst í yfir 40 mót að báðir Ferrari bílarnir féllu úr leik. Aðeins luku 9 bílar keppni.
Í lok 53. hring missti Mark Webber á Jaguar stjórn á bíl sínum og klessti út í vegg og skyldi eftir hellings brak eftir á brautinni. M.a. dekk sem að Fernando Alonso á Renault sá ekki nægilega snemma og keyrði Alonso á það, þá á 55. hring, og endasendist út í vegg í hörðum árekstri. Keppnin var þegar rauðflögguð. En á meðan þessi ósköp dundu yfir komst Giancarlo Fisichella (þá á ósamkeppnisfærum Jordan) fram úr Kimi Räikkönen (McLaren) upp í forystu. Keppnin var rauðflögguð og stöðvuðu allir bílarnir, en frægt er að Fisichella kom inn á viðgerðarsvæðið, en kviknað hafði í bílnum hans. Í fyrstu héldu menn að Fisichella hefði verið kominn nægilega snemma í forystu til að hann yrði lýstur sigurvegari. En svo var ekki, miðað var við að keppnin var rauðflögguð í lok 55. hrings og skv. reglum þá yrði að miða úrslitin við stöðuna 2 hringjum fyrr, en þá var Fisichella ekki kominn fram úr. Þar með mætti Räikkönen sem sigurvegari upp á verðlaunapallinn. Alonso sem varð á pappírnum í 3. sæti mætti ekki á verðlaunapallinn, en hann hafði vankast í árekstrinum. En þegar farið var að skoða aðstæður betur, þá uppgötvuðu menn að Fisichella var farinn yfir endamarkið og var byrjaður 56. hring þegar að rauða flagginu var veifað. Þetta var síðar staðfest og úrslitum var breytt í samræmi við það, og skv. því var Fisichella sigurvegari í fyrsta sinn, Räikkönen 2. og Alonso 3. Fékk Fisichella sárabótar-verðlaunaafhendingu fyrir seinni föstudagsæfinguna í næsta móti.
Um hvaða skrautlega kappakstur er spurt? (ár þarf að fylgja með) (2 stig)
8. Hvaða ökumaður fékk þessa skrautlegu flugferð? (1 stig)
9. Hvaða fyrrum F1 ökumaður er þetta? (2 stig)