
Mannabreytingar hafa verið í öndvegi fyrir þetta árið, liðin hreinlega búin að skipta út mannskap eins og regndekkjum á þurri braut :)
Endilega veðjið nú á ykkar menn, ykkar lið eða bara eftir ykkar höfði.
Eftir ástralska kappaksturinn mun verða settur upp kubbur sem sýna stig notenda í kappakstrinum líkt og í fyrra.
Þá verða gefin 1 stig fyrir rétt sæti í tímatökunni og 0 stig fyrir rangt.
Í keppnum verða gefin 3 stig fyrir rétt sæti og 1 stig fyrir +- eitt sæti.
Látið nú vaða kæru notendur, þið hafið frest til miðnættis á föstudag líkt og þetta var í fyrra!