Spá: Tímataka fyrir Evrópukappaksturinn - Úrslit! Nú fer senn að líða að næsta móti þó það sé rúm vika í það þegar þetta er ritað.

Eins og glöggir notendur hafa kannski tekið eftir uppfærði ég kubbinn sem sýnir stöðuna úr spáleiknum. Ég tók burt stöðu úr keppni ökuþóra og keppnisliða og bætti til muna allar upplýsingar um spáleikinn okkar góða.

Fyrir þá sem vilja sjá stöðuna í keppni til heimsmeistara geta klikkað á tvo hlekki í dálknum “Tilgangur áhugamálsins” hér efst til hægri.

Aftur að breytingum í Spáleiks glugganum, innan skamms verður hægt að klikka á hlekk sem mun bera nafnið “Sjá meira” og þar verða fréttir og annað tengt þessum spáleik t.d. vinningar, breytingar á leik og fleira og fleira!

Að lokum vil ég árétt að lokað verður fyrir spánna um miðnætti föstudaginn 5. maí!

Látum þetta gott í bili og spáið nú að vild um Tímatökurnar:

Úrslit:

1. Fernando Alonso
2. Michael Schumacher
3. Felipe Massa
4. Rubens Barrichello
5. Kimi Räikkönen
6. Jenson Button
7. Jarno Trulli
8. Jacques Villeneuve
9. Juan Pablo Montoya
10. Mark Webber

joirunar 3
reddragon 2
Mendel 2
ledari 1
asibondi 1
ValentinoRossi 1
oggu 1
Minor 1
loevly 0
Aiwa 0
daxi 0
FusionLorus 0
MajorPayne 0