Nú er fyrsta keppni ársins búinn og komið að næstu keppni sem er haldin í Malasíu. Þátttaka í fyrstu spánni var í meðal lagi góð en gaman væri að sjá fleiri taka þátt.
Eins og áður er spáð um fyrstu 10 sætin í tímatökunni og fæst 1 stig fyrir rétt sæti og ekkert ef þú ert einum frá.
Tímatakan er auka í formúlunni og ræður bara röðinni í keppninni en við eins og formúlan sjálf leggjum áherslu á keppnina og því fást fleiri stig fyrir hana en tímatökuna.
