Á páskadag 1993 var evrópski kappaksturinn haldinn á Donington brautinni í Bretlandi, í fyrsta skipti síðan 1937
Veðrið var hræðilegt og þessvegna voru áhorfendur í færri kantinum. En þeir sem létu sig þó hafa það að mæta áttu ekki eftir að sjá eftir því því þetta varð að sögulegri veðurringulreið.
Alain Prost sem var komin til baka í formúlu 1 eftir eins árs frí var á ráspól og við hlið hans Damon Hill, báðir á Williams. Bak við þá voru Michael Schumacher (Benetton) og Ayrton Senna á lélegum McLaren-Ford.
Start fór vel fram og hélt Prost forystunni en Senna náði frábæru starti og á fyrsta hring var hann komin framhjá báðum Williamsökumönnunum og leiddi keppnina. Ástæðan var líklega rigningin en Brasilíumaðurinn var snillingur við þannig aðstæður.
En það stytti upp og brautinn varð fljótt þurr. Fleiri og fleir fóru í viðgerðarhlé til að fá venjuleg dekk á bílinn. Toppökumenirnir (Senna, Prost og Hill) fóru allir inn og þökk sé frábærri vinnu viðgerðarmanna McLaren hélt Senna forystunni.
En þegar bilið milli Senna og Hill var komið í 12 sekúndur byrjaði að rigna aftur. Williamsmennirnir fóru inn og létu setja regndekk á bílinn en Senna hélt sér úti á þurrdekkjum. Seint og um síðir kom þó að því að bílarnir á regndekkjunum náðu yfirhöndinni og forskot Senna minnkaði óðum. Þá fór hann inn fyrir regndekk og þókk sé snerpu þjónustuliðsins hélt hann forystunni.
Nú var staðan:
1. Senna
2. Prost
3. Barrichello – sem hafði náð þriðja sætinu af Hill
4. Hill
Og aftur stytti upp og flestir fóru inn á þurrdekk og nú breytist staðan talsvert:
1. Prost
2. Alesi
3. Barrichello – sem hafði náð þriðja sætinu af Hill
4. Hill
neðar Senna – tapaði fyrsta sætinu vegna vandræða á viðgerðarsvæði
En þurrviðrið varði ekki lengi því aftur fór að rigna. Flestir fóru inn á regndekk (en ekki Senna) og Senna fór aftur að vinna upp forskot þeirra sem voru á undan honum.
Aftur þornaði og Prost fór inn, manna fyrstur eins og venjulega en nú drap hann á vélinni og Senna komst hring framúr og eftir nokkra hringi var hann kominn í forystu, hring á undan öllum öðrum.
Þurrdekk Senna voru orðin slitinn svo hann fór inn til dekkjaskipta. Þurrt var í augnablikinu þannig að viðgerðarmennirnir biðu með ný þurrdekk. En á meðan Senna keyrði meðfram pittinum byrjaði aftur að rigna þannig að hann vinkaði bara og fór aftur út á braut. Nokkrum hringjum síðar kom hann aftur inn og skipti yfir á regndekk. Núna höfðu veðurguðirnir loksins ákveði sig og það rigndi restina af keppninni.
Þannig að lokum fór þannig að Senna vann, einni og hálfri mínútu á undan Hill og rúmlega 2 mínútur á undan Prost.
Þetta er talið eitt af bestu keppnum Senna þar sem hann var á afleiddum bíl McLaren-Ford bílæ. Samtals fór Senna í fjögur viðgerðarhlé en Prost sjö.