
Árið 1952 var örlagaríkt fyrir Fangio. Á Monza hálsbrotnaði hann og var nær dauða en lífi. Hann keppti ekki meira þetta tímabil. 1953 var hann hinsvegar mættur aftur til keppni og í þetta skiptið ók hann fyrir Maserati. Aðeins tókst honum að sigra einu sinni og það á Monza. Endaði hann það tímabil í öðru sæti. Næstu fjögur tímabil sýndi hann þó og sannaði að hann var einn besti ökumaður síns tíma enda voru yfirburðir hans með ólíkindum enda sigraði hann í sautján keppnum með þrem mismunandi keppnisliðum. Árið 1958 var hans síðasta keppnistímabil sem formúlu 1 ökumaður og settist hann í helgan stein eftir tvær umferðir eftir að yfirburðir hans voru horfnir. Á þessum tímum voru bílarnir ekki eins fullkomnir og í dag og því má segja að Fangio hafi verið ökumaður af guðs náð.
Nafn: Juan Manuel Fangio
Fjöldi keppna: 51
Fjöldi sigra: 24
Fjöldi ráspóla: 28
Verðlaunasæti: 35
Heimsmeistaratitlar: 5
Vona ég að þessi grein hafi frætt ykkur aðeins um þennan einstaka ökumann.
Heimild:
Bókin Formúla 1 - Saga formúlu 1 kappakstursins