Williams-liðið frumsýndi 2007 keppnisbíl sinn í Crove í Oxfordskíri á Bretlandi í dag. Bíllinn ber heitir FW29 og fylgja honum miklar væntingar eftir vægast sagt dapurt gengi Williams liðsins á liðnu ári.
Williams hefur skipt um vélarframleiðanda, og er nú kominn með Toyota vél.
Ökumenn liðsins í ár verða ungliðinn Nico Rosberg og reynsluboltinn Alexander Würz, sem snýr nú aftur úr “útlegðinni”. Würz hóf Formúlu 1 feril sinn sem staðgengill landa síns, Gerhard Berger, og í sinni 3. keppni skoraði hann 3. sæti. 1998 var hann síðan ráðinn aðalökumaður liðsins ásamt Fisichella, en árangurinn lét á sér standa, og þegar að Würz tókst ekki að finna sér keppnissæti árið 2001 gekk hann til liðs við McLaren sem tilraunaökuþór, og gegndi því hlutverki til 2005. Árið 2005 keppi hann eina keppni í staðinn fyrir hinn meidda JP. Montoya. Á liðnu ári gekk Würz til liðs við Williams sem 3. ökumaður, og var verðlaunaður með sæti aðalökumanns í ár.
Annars er það að frétta af seinustu frumsýningunum, að allar dagsetningar eru nokkurn veginn komnar á hreint, og verða sem segir:
Spyker liðið mun sýna sinn bíl nk. mánudag (5. feb.) á Silverstone brautinni.
Scuderia Toro Rosso hefur ákveðið að sýna sinn bíl degi síðar, eða þriðjudaginn (6. feb.). Staðsetning er enn ókunn.
Og Super Aguri, sem frestaði frumsýningu síns bíls eftir að hafa fallið á árekstrarprófi, hefur ákveðið að sýna sinn bíl í Tókýó í Japan þann mánudaginn 12. mars, eða aðeins 6 dögum áður en grænu ljósin munu kvikna á Melbourne brautinni.
—
Mynd: * Stats F1,
http://www.statsf1.com/cars/photo/102/1174.jpg.
Heimildir:* Wikipedia.org.
2007 Formula One Season. Slóð:
http://en.wikipedia.org/wiki/2007_Formula_One_Season.
* Wikipedia.org.
Alexander Wurz. Slóð:
http://en.wikipedia.org/wiki/Alexander_Wurz.