
Af myndinni má dæma að Toro Rosso ætli sér að nota samskonar yfirbyggingu og systurliðið Red Bull notar. Hefur það valdið miklum deilum sem ekki sér fyrir endann á, aðallega vegna kvörtunar frá Williams og Spyker.
Í stað Cosworth vélanna í fyrra koma nú Ferrari vélar.
Í tilefni frumsýningar á nýja bílnum staðfesti liðið áframhaldandi ráðningu Vitantonio Liuzzi sem ökumanns. Ekki var tilkynnt enn hver yrði 2. ökumaður liðsins, Scott Speed þyki líklegur en enn á eftir að leysa úr samningsmálum hans.
[Slóð]