Gamla myndin - Ráslínan fyrir argentínska kappaksturinn 1955 Já, eflaust nokkuð margir hissa á þessarri mynd, en þetta fyrirkomulag (margir á sömu ráslínu) var ekki svo óalgengt lengi vel í Formúlunni.

Myndin sýnir rásröðina eins og hún var fyrir argentínska kappaksturinn 1955. Byggðist ráslínan upp þannig að 4 voru í 1. röð, 3 í 2. röð, 4 í 3. röð, o.s.frv. Sá sem var á ráspól (í þessu tilfelli) var sá sem hóf keppni lengst til hægri í röðinni (Juan Froilan Gonzalez, Ferrari, í þessu tilfelli). Við hliðina á honum kom síðan sá sem varð 2. í tímatöku, o.frv.

Myndin er fengin af vefsíðunni Stats F1, nánar tiltekið af slóðinni http://www.statsf1.com/photos/gp/1955/42.jpg.

Ef einhverjum langar að forvitnast um röðina á ráslínuna fyrir þennan kappakstur, þá bendi ég á slóðina http://www.statsf1.com/default.asp?From=/resultat/gp/grille.asp?idgp=42%26LG=2.

Ég hvet alla eindregið til að kynna sér síðuna StatsF1.com, frábær síða að mínu mati.