Gott betur en það, Justin Wilson stofnsetti hlutafélag um sjálfan sig og seldi hlutabréf í sér til að fjármagna sig í Formúlunni.
Justin var 1.98 á hæð og er langhæsti ökuþór í sögu Formúlunnar (án þess að ég taki sérstaka ábyrgð á þessarri staðhæfingu).
Justin ók aðeins 1 tímabil í Formúlunni, árið 2003, byrjaði hjá Minardi en færði sig síðan yfir til Jaguar. 2004 hóf hann keppni í ChampCar mótaröðina og gengur bara nokkuð vel (2. sæti 2006 og 3. sæti 2005).
Þess má geta að Allan McNish, skoski ökuþórinn sem keppti fyrir nokkrum árum fyrir Toyota, var aðeins 1.58.