Red Bull RB3 Nýr keppnisbíll Red Bull var frumsýndur í gær á Catalunya brautinni í Barcelona á Spáni.

Í ár verður Red Bull knúið af Renault vélunum í staðinn fyrir Ferrari vélarnar, en systurliðið, Toro Rosso, mun nota Ferrari vélar í staðinn.

Sérfræðingum Formúlunnar ber saman um að hönnun RB3 sé greinilega handverk Adrian Newey, en hann er aðalhönnuður og tæknistjóri Red Bull liðsins í ár.

Myndin er fengin (eins og flestar aðrar sem ég set inn) frá tölfræðivefnum StatsF1.com. Slóðin er http://www.statsf1.com/cars/photo/237/1173.jpg.