Hann er nú samt ekki alveg að virka hjá mér… stillti hann inn í Firefox en kemst þrátt fyrir það ekki á allar síður, tala nú ekki um MSN sem liggur bara niðri hjá mér þangað til í næstu viku :)
En mér sýnist vera komin ágætis virkni á áhugamálið, sakar ekki að demba inn myndum af nýju ökumönnunum og bílunum.
Jú, kveikti á dæminu með MSN-ið í gær, virkar fínt núna :)
En hef séð fleiri myndir af bílnum… finnst ekki vera neinar stórkostlegar breytingar á honum (ólíkt framfjöðrum Ferrari F2007)… lítur annars nokkuð vel út :)
Jú, enda held ég að ég hafi fyrst tekið þetta fyrir BMW Williams bíl 2007… :P Það verður gaman að sjá hvernig Williams bíllinn verður á litinn í ár fyrst BMW „stal" litunum í ár…
Ég ætla að vera svo kaldur að giska á að það verði rauður verði einn litanna sem fyrir koma fyrir á Williams bílnum, þegar þeir eru orðnir knúnir áfram af Toyota.
Satt er það. Ég bíð spenntur eftir útliti hinna bílanna, sér í lagi Spyker. Og ég hlakka til að vita hverjir munu formlega hreppa sætin hjá Toro Rosso.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..