Af þeim sem horfðu á þessa keppni, þá held ég að þetta atvik muni seint líða úr minni nokkurs manns. Fljótlega eftir að keppnin hófst þá gerðist þetta skelfilega slys. Jacques Villeneuve keyrði aftan á Ralf Schumacher, og sá fyrrnefndi tekst á loft og spænir upp bílinn utan í vegriðinu. Ekki við ósvipaðar aðstæður og slys Martin Brundle árið 1996.
En hér höfum við síðasta banaslysið í Formúlu 1 [fram til dagsins í dag], en ástralskur brautarvörður lét lífið þegar dekk og fjöðrunarbúnaður frá Villeneuve lenti á honum. Skelfilegt slys, sem minnir okkur á að þrátt fyrir að hægt sé að bæta bílanna hvað öryggið varðar, þá er hættan enn til staðar.