Þýski kappaksturinn á gömlu Nürburgring 1. ágúst 1976.
Niki Lauda missti stjórn á Ferrari bifreið sinni á Bergwerk kaflanum, sem er á bakkafla brautarinnar, og kastaðist út í kant, það kviknar í henni og hún heldur áfram að skoppa og staðnæmist inn á braut. Guy Edwards hjá Hesketh liðinu rétt náði að smeygja sér framhjá Lauda, en Harald Ertl (Hesketh) og Brett Lunger (Surtees) lentu báðir á Ferrari bíl Lauda.
Edwards, Ertl og Lunger reyndu allir að ná Lauda út úr brennandi bifreiðinni, og fljótlega kom Arturo Merzario, stöðvaði Wolf Williams bifreið sína og hjálpaði hinum þremur.
Lauda var fluttur á spítala í Adenau með alvarleg brunasár, og var flogið með hann til Háskólasjúkrahússins í Mannheim þar sem hann barðist fyrir lífi sínu í næstu daga.
Aðeins 6 vikum síðar var hann mættur til leiks, ennþá með forystu í keppni ökumanna.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qMooguEtmMg