Jerez 1997 Sekúndubrotum áður en Michael Schumacher keyrir inn í hliðina á Jacques Villeneuve.

Atvikið átti sér stað á hring 48 af 69 í Evrópukappakstrinum 1997, sem að þessu sinni var haldinn á Jerez brautinni á Spáni. Fyrir keppnina hafði Schumacher 1 stigs forskot á Villeneuve; 78 gegn 77.

Í tímatökunni varð sögulegur viðburður, þegar að 3 ökumenn náðu sama ráspólstíma, en Villeneuve hafði vinninginn þar sem hann hafði sett tímann fyrstur, og Schumacher í öðru og Frentzen í þriðja.

Í startinu náði Schumacher betra starti og leiddi keppnina frá 1. beygju. Frentzen komst einnig fram fyrir Villeneuve, en hleypti honum framúr aftur nokkrum hringjum síðar. Villeneuve nálgaðist Schumacher óðfluga, og eftir seinni stoppin þeirra náði Villeneuve Schumacher og gerði reyndu að komast fram úr honum á 48. hring, en Schumacher keyrir inn í hliðina á honum og er úr leik. Villeneuve nær hins vegar að halda áfram, á skemmdum bíl, og forskotið dugði honum fram á síðasta hring þegar McLaren bílarnir tóku fram úr honum. Villeneuve varð 3., náði þar af leiðandi 4 stigum og varð heimsmeistari með 81 stigi á móti 78 stigum Schumachers.

Nokkru síðar var Schumacher svo sviptur 2. sætinu í heimsmeistarakeppninni 1997, en hann hélt heildarárangri sínum fyrir keppnistímabilið, og Ferrari fékk að halda stigum Schumachers.