Adelaide 1994 Áreksturinn sem réði úrslitum heimsmeistarakeppninnar 1994 - árekstur Michael Schumacher á Benetton Ford og Damon Hill á Williams Renault, á 21. hring af 81.

Enn er deilt um hvort áreksturinn hafi verið viljaverk eða óviljaverk að hálfu Michael Schumacher.

Dæmið bara sjálf:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kaqWSloTpgo

Ég get aðeins túlkað myndbandið svona: Schumacher missir grip og keyrir utan í vegg. Þar skemmir hann bílinn sinn. Í þann mund sem hann kemur aftur inn á brautina er Hill kominn í skottið á honum og reynir að komast framúr, en Schumacher “blockerar” hann og á endanum tekur Schumacher þröngu línuna í gegnum beygjuna og kemur síður en svo í veg fyrir árekstur. Hann keyrir upp á dekkið hjá Hill og flýgur útaf og er undir eins úr leik. Hill aftur á móti heldur áfram, en fljótlega kemur í ljós að stöng í fjöðruninni er bogin, og er Hill úr leik.

Þetta þýddi það að Schumacher var heimsmeistari með 92 stig á móti 91 stigi Hill. Williams liðið ákvað að aðhafast ekki frekar og stóðu því úrslitin.